Lilypie Third Birthday tickers

Tuesday, May 31, 2011

Heimahjúkkan kemur í fyrstu heimsókn

Í dag kom hjúkka frá Heilsugæslu Hlíðarsvæðis til að tékka á okkur Krílrík.  Hún byrjaði á að vikta hann upp á gamla mátann, með því að setja hann í taubleiu og hengja á vogarstöng.  Krílríkur var snöggur að nota tækifærið fyrst hann var allsber og pissaði í bleiuna :)  Hjúkkan og ég urðum ansi undrandi þegar niðurstaðan lá fyrir - drengurinn er orðinn 4850g !!! Búinn að þyngjast um tæp 800 gr frá því í fimm daga skoðuninni og um næstum 900g frá fæðingu !!  Vel af sér vikið litli hlunkur :)  Höfuðummálið var mælt og var komið í 37 cm, en það var 36,2 cm þegar hann fæddist.  Blóðþrýstingurinn var svo mældur hjá mér og reyndist vera orðinn alveg eðlilegur aftur :)  Hjúkkan kemur svo aftur á fimmtudaginn í næstu viku, verður spennandi að vita hvað Krílríkur verður þungur þá !!!

No comments:

Post a Comment