Lilypie Third Birthday tickers

Thursday, May 5, 2011

Mæðraskoðun nr. 8 - 37 vikur og einn dagur

Jæja, ég skellti mér til Ásu aftur í dag. Okkur báðum til ánægju hafði blóðþrýstingurinn lækkað aðeins frá þriðjudeginum, reyndar var ég að koma beint úr hvíld en samt, vonandi bendir þetta til að blóðþrýstingurinn muni ekki hækka. Enn var einn plús af eggjahvítuefni í þvagi. Annað var bara ok, en Ása vill senda mig í annan vaxtarsónar og fer ég í hann á mánudaginn. Þá fer ég líka aftur í skoðun og í skoðun hjá fæðingarlækni. Ég á svo að hafa strax samband ef ég fer að fá höfuðverk eða flygsur fyrir augum. Verður spennó að sjá hvað áætlað verður að drengurinn sé orðinn stór !

No comments:

Post a Comment