Wednesday, May 25, 2011
Fyrsta baðið og fyrsta heimsóknin :)
Krílríkur fór í fyrsta skipti í heimsókn til einhvers núna í kvöld :) Við fórum til ömmu í mat og fannst prinsinum bara fínt að breyta til og skoða nýjan stað. Frændur hans þeir Óli og Steinar voru til í að spjalla við hann og amma og Svanhildur frænka fengu að djöflast með hann líka :) Þegar heim kom fór þessi elska svo í fyrsta baðið. Hann var nú ekki alveg nógu hrifinn af því ! Það gekk ágætlega samt nema ekki var hægt að loka skiptiborðinu strax svo hann komst ekki alveg strax í handklæðið. Það var því frekar reiður piltur sem var pakkað inn handklæði og þurrkaður :) Hann á örugglega eftir að skipta um skoðun varðandi baðið áður en langt um líður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment