Mætti frekar mygluð til Ásu kl. 9 um morgun. Mér til skapraunar hafði blóðþrýstingurinn hækkað aftur og aftur var kominn plús vegna eggjahvítuefnis í þvagi. Hjartslátturinn hjá Krílríki var hinsvegar fjörugur, ekkert að plaga hann :) Ása hringdi upp á meðgöngudeild og pantaði fyrir mig tíma í mónitor á morgun. Ég fékk svo nýjan tíma í mæðraskoðun á mánudaginn. Verður spennandi að sjá hvað kemur út úr heimsókninni á LSH !
No comments:
Post a Comment