Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, June 2, 2012

Gaman í garðinum hjá Steinku

Við skelltum okkur í heimsókn til Steinku systur ásamt mömmu. Helen systir kom svo með Örnu Rún, barnabarnið sitt og Úlfhildur barnabarn Steinku var líka í heimsókn. Magga systir stóðst ekki freistinguna með öll þessi börn á staðnum og kom brunandi líka :)  Stefáni fannst ekkert smá gaman að leika sér í garðinum og hluti af sportinu var að fara inn og út um garðdyrnar í sífellu :)  Svo var það stuð að reyta upp gras, ganga í kringum garðstólana og skríða undir sólstólana :)  Svo bisaði hann við að taka steina sem Steinka er með upp við húsið og dreifa þeim um :)  Þegar ég lagðist svo í grasið varð Stefán alveg himinglaður og kom og fór að hnoðast ofan á mér og djöflast í mér. Arna og Úlfhildur léku sér líka kátar í garðinum enda dásamlegt veður og æðislegt að vera úti.  Hér eru nokkrar myndir frá deginum:
 Auðvitað þurfti hann að troða sér undir sólstólinn :)
 Arna og Stefán skoða steinana upp við húsið
 Mjög flottir steinar sem hún Steinka á
 Maður getur líka smakkað á þeim
 Sætu dömurnar Arna og Úa
 Steinka umkrind barnastóðinu
 Litli kalkúnakarlinn :) Gobble gobble :)
 Stefán og Úa á góðri stund
 Sætastur allra
 Svo varð maður auðvitað að fá sér smá bobba til að hressa sig
 Stuð á bak við garðstólinn
 Kíkt á dót með Gumma
Spjallað við ömmu inni í stofu

No comments:

Post a Comment