Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, June 17, 2012

17. júní

Stefán Sölvi hefur nú upplifað 17. júní í annað sinn.  Við litla fjölskyldan fórum saman niður í bæ og byrjuðum á því að kíkja í Hljómskálagarðinn.  Þar hittum við Svanhildi og fjölskyldu og Guðnýju með Hrafndísi Jónu.  Eftir gott spjall löbbuðum við að Austurvelli þar sem ég ljósmyndaði börnin fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni, eins og ég gerði í fyrra :)  Við röltum svo yfir í Kolaportið og hittum þar Júlíönu og Matta og Jónu, ömmu Hildu.  Við röltum svo af stað í áttina að Tjörninni og hittum Svanhildi og co og Guðnýju og Hrafndísi aftur, í þetta sinn með Kristínu Ósk systur Guðnýjar líka.  Skyndilega kom Raggi pabbi Hildu stökkvandi og bauð okkur upp á hressingu í Iðnó.  Stefáni fannst nú frekar leiðinlegt að sitja bara kyrr í barnastólnum og fékk að rölta af stað inn í salinn.  Þar fann hann sér gamlan karl úti í horni til að tala við :)  Við röltum svo heim á leið eftir fínan þjóðhátíðardag í ágætisveðri :)
 Helgi Steinar hress í fangi ömmu
 Sæti karlinn var að fagna 17. júní í fyrsta sinn :)
 Mæðgurnar Guðný og Hrafndís í stuði
 Óli með smá sýningu fyrir Stefán
 Þjóðhátíðarmyndataka
 Bara stuð
 Flottu börnin mín :)
Sátum úti og fengum okkur hressingu í Iðnó

No comments:

Post a Comment