Lilypie Third Birthday tickers

Tuesday, June 19, 2012

Skemmtilegur hittingur í Grasagarðinum :)

Í dag hittum við Stefán Sölvi hana Sesselju vinkonu mína og krakkana hennar, þau Bryndísi Evu og Steinar Mána í Grasagarðinum.  Krílin þrjú voru alveg í stuði til þess að hreyfa sig úti og brunuðu strax af stað að kanna garðinn.  Steinar Máni valdi sér spennandi leið með löbbunni sinni og vildi fara stígana sem liggja á milli hæðanna í steinbeðunum við innganginn :)  Hann fékk smá hjálp frá mömmu en var annars afar duglegur að keyra þarna í þrengslunum :)  Bryndís Eva og Stefán Sölvi vöppuðu út um allt og auðvitað þurfti Stefán að taka upp steina og reyna að éta, reyna að rífa upp blóm og stela skiltum með merkingum á blómum !  Við röltum yfir brýrnar sem liggja yfir tjarnirnar og krökkunum fannst það spennandi.  Stefán var reyndar pínu hræddur við að fara alla leið einn en var fljótur að jafna sig.  Þau fóru svo að hlaupa sitt í hverja áttina og við Sesselja áttum fullt í fangi við að hemja þau :)  Eftir rúmlega 40 mínútna fjör voru þau orðin þreytt og við héldum heim á leið.  Alltaf gaman að kíkja í Grasagarðinn, verður örugglega ekki síðasta skiptið sem við kíkjum þangað :)
 Bryndís Eva og Steinar Máni að leika við steinbeðin
 Stefán að stela blómaskilti !
 Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að bruna þarna um
 Systkinin að rölta í brekku
 Bryndís Eva að pósa :)
 Steinar Máni stoppar og tekur stöðuna :)
 Strákarnir á hlaupum
Stefán brunar fram úr hinum

1 comment:

  1. Ótrúlega skemmtilegir göngustígar þarna og bara æðislegt að labba þarna um. Takk fyrir skemmtilega samveru :-)

    ReplyDelete