Stefán Sölvi heldur áfram að verða færari og færari í því að labba. Núna tekur hann stundum á rás og hleypur, mömmu til nokkurrar skelfingar enda jafnvægið ekki orðið alveg fullkomið ennþá :) Miðvikudaginn 13. júní sá ég hann í fyrsta skipti rísa upp beint af gólfinu en núna gerir hann það án nokkurra vandræða :) Honum finnst afar spennandi að æða af stað ef hann er settur niður úti og maður þarf að hafa sig allan við til að halda í við hann :) Elsku duglegi karl :)
Oooh hann er svo flottur, duglegur að hlaupa :-)
ReplyDelete