Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, June 10, 2012

Skemmtilegur dagur með Guðnýju og Hrafndísi

Við Stefán Sölvi eyddum skemmtilegum degi með þeim mæðgum Guðnýju og Hrafndísi.  Fyrst fórum við að Bakkatjörn að gefa öndunum.  Hrafndísi fannst það ekki leiðinlegt, kastaði brauði til andanna og frekustu mávarnir fengu líka sitt :)  Stefáni fannst gaman að sjá fuglana en honum fannst frekar fúlt að hann fengi ekkert brauð :)  Síðan fórum við á leikvöllinn við leikskólann hennar Hrafndísar, Grandaborg.  Stefán og Hrafndís fóru saman á gormaleiktæki og litla fannst það mjög gaman :)  Hrafndís fór svo að róla enda hennar uppáhald en Stefáni fannst það ekki skemmtilegt nema rétt fyrst.  Honum þótti hinsvegar skemmtilegt að éta sand og tréflísar úr göngustígnum :) Þegar við vorum búin að skemmta okkur á leikvellinum fórum við í bakarí til að kaupa eitthvað með kaffinu.  Stefán slapp á bak við afgreiðsluborðið og náði sér í tvær innpakkaðar brúnkökur !  Mér tókst að bjarga þeim með naumindum og við fórum heim þar sem litli púkinn fékk að prófa smá kökubita.  Krakkarnir léku sér góð saman meðan við Guðný spjölluðum, þurfti nokkrum sinnum að spretta upp til að bjarga heimili Guðnýjar frá hryðjuverkamanninum en annars gekk þetta vel.  Við enduðum svo daginn í mat hjá ömmu svo þetta var sannarlega frábær dagur :)
 Mæðgurnar að gefa öndunum
 Stefán að heimta andabrauð :)
 Gaman að gefa þessum flottu fuglum
 Stefán fylgist spenntur með
 Leikið á gormatækinu
 Rosa gaman
 Stuð í rólunni - en bara í smá stund
 Á ferð og flugi
 Fann þennan fína bolta
 Borðar tréflís !
 Reynir að klifra upp rennibrautina !
 Sæti karl
 Að láta sandinn renna milli fingranna
 Leikið með Hrafndísi
 Félagarnir að fá sér Cheerios
Hrafndís fóðrar litla villidýrið :)

No comments:

Post a Comment