Lilypie Third Birthday tickers

Monday, May 28, 2012

Fermingarveisla Erlings Arnar frænda

Annan í hvítasunnu fórum við í fermingarveislu hjá Erlingi Erni, syni Skarphéðins frænda. Stefáni fannst nú ekki leiðinlegt að fara í veislu enda fullt af ættingjum til staðar sem voru til í að tala við hann og dást að honum :)  Veislan byrjaði kl. 12 og boðið var upp á hamborgara með frönskum handa gestum.  Stefán borðaði meira en hálfan hamborgara og fannst hann greinilega mjög góður.  Síðan flakkaði hann milli fólks og prófaði að skríða um garðinn og pallinn.  Í garðinum er lítill kofi fyrir krakka og hann brá sér inn í hann með þeim frændum sínum Steinari og Óla.  Þeim fannst það nú ekki leiðinlegt, öllum þremur.  Fermingarbarnið og fleiri voru með skemmtiatriði í tjaldi í garðinum og Stefán skreið um allt á meðan.  Það var aðeins farið að kólna svo ég fór með hann inn og þar var hann svo stálheppinn að setjast milli frænkna sinna, þeirra Möggu og Steinku.  Þær voru að fá sér köku og minn maður naut þess að láta moka upp í sig góðgæti :)  Það var því saddur og sæll maður sem fór úr góðri veislu :)
 Stuð í litla leikkofanum
 Mjög gaman að vera þarna með stóru frændunum
 Stefán og Steinar
 Erlingur Örn fermingardrengur að spila fyrir gesti
 Stefán í stuði á pallinum
 Krúttipútt
 Kíkt inn í stofu með aðstoð strákanna
 Kátur að fá sér köku hjá frænku
 Mmmmmmmmmmmmm
 Að hnoðast með Svanhildi frænku

No comments:

Post a Comment