Lilypie Third Birthday tickers

Thursday, May 17, 2012

Stefán Sölvi eins árs !

Ótrúlegt en satt - það er liðið eitt ár síðan brosmildasti og kátasti prins í heimi fæddist!  Þetta ár hefur verið hreinlega yndislegt :)  Afmælisprinsinn vaknaði kl. hálf átta og við fórum um áttaleytið inn í herbergi til systur hans sem knúsaði hann til hamingju :)  Svo fórum við Stefán fram í stofu og hann opnaði pakka frá Hildi, Sonju og Sören og svo stóra pakkann frá mömmu sinni :)  Hann var afar ánægður með bílana sem komu úr pökkunum frá Danmörku og líkaði vel við litla hægindastólinn sem mamma gaf honum :)  Hann fékk líka múmínkeiluspil og púsl frá mömmu :)   Morgninum var eytt í að baka og undirbúa veislurnar, en það dugði ekki minna en tvær veislur til að fagna þessum stórviðburði :)  Fyrsta veislan var fyrir fjölskylduna og var haldin heima hjá Möggu systur kl. 2.  Stefán Sölvi var kátur að sjá alla krakkana sem mættir voru í afmælið og þegar stór bolti kom upp úr einum pakkanum var hann afar ánægður.  Svo var sunginn afmælissöngurinn fyrir drenginn og þá varð hann alveg eins og kleina, fór þvílíkt hjá sér !  Hilda systir hjálpaði honum að blása á afmæliskertið.  Hann naut sín í botn í veislunni og fékk að gæða sér á kökum og ís hjá Möggu frænku.  Hann var líka afar duglegur að sýna hversu fær hann er orðin í að labba.  Kl. 5 var svo veisla fyrir vinkonur mömmu heima í Skipholtinu.  Aftur kom fullt af krökkum og Stefán naut þess að brölta um með þeim og leika.  Aftur var sunginn afmælissöngurinn og aftur fór drengurinn hjá sér :)  Enn fleiri gjafir streymdu í hús og eru nú allar hillur fullar af flottu dóti :)  Þegar klukkan nálgaðist átta var afmælisbarnið orðið ansi þreytt og sofnaði á svipstundu þegar búið var að búa hann fyrir rúmið.  Góður dagur :)
 Byrjað var á því að smakka á pökkunum
 Hmmm þetta er spennó
 Reynt að opna
 Hæstánægður með löggubílinn sinn
 Opnar pakkann frá mömmu
 Reiður þegar hann náði ekki púslinu úr plastinu :)
 Búinn að prófa að toga út stólinn
 Stoltur og flottur sitjandi í stólnum
 Hér stendur Stefán 1 :)
 Opnar pakka með aðstoð frá krökkunum :)
 Stendur flottur með kubbafötuna sína
 Hvað viltu með þessa myndavél mammma ?
 Mæðgin í vinkonuveislunni
 Snúlli orðinn pínu þreyttur
 Hér voru við að opna pakka
Prinsinn ánægður með allar gjafirnar :)

No comments:

Post a Comment