Stefán er búinn að finna sér nýjan uppáhaldsstað sem hann sækur stöðugt í . Hann vill setjast á þröskuldinn á svaladyrunum eða klifra upp á hann til að geta kíkt út um gluggann eða hamrað á hann. Stundum sest hann þarna með glasamotturnar mínar og raðar þeim upp og leikur sér með þær :) Vagninn stendur alveg upp við dyrnar og hann styður sig gjarnan við hann, hossar sér við hann eða jafnvel stendur uppi á hjólunum ! Einn daginn vorum við Hilda í sófanum og hann að bisa þarna við svaladyrnar. Ég sá í höfuðið á honum yfir sófaarminn en allt í einu hækkaði það upp og fór hærra en sófabakið ! Minn maður stóð á hjólinu á vagninum ! Ég spratt upp og greip hann en sá var nú aldeilis ánægður með sjálfan sig. Hann hefur endurtekið þetta nokkrum sinnum síðan. Hér eru myndir af honum á staðnum sínum:
Bisað með glasamotturnar
Raðar þeim upp
Rosalega gaman að sitja þarna
Endurraða mottunum í höndunum
Sæti snáðinn :)
No comments:
Post a Comment