Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, May 2, 2012

Gönguæfingar :)

Um helgina byrjaði Hilda að þjálfa bróður sinn í að ganga.  Við tókum eftir því að hann var farinn að geta staðið óstuddur í nokkurn tíma svo hún prófaði að stilla honum upp og fá hann svo til að labba til sín. Og viti menn!  Fyrst sýndi hann hvað hann væri duglegur að standa óstuddur sífellt lengur og lengur, síðan fór hann að taka skref til systur sinnar. Stundum var hann alveg eins og vélmenni en stundum afar flott skref.  Fyrst 2-4 en núna áðan tók hann örugglega 10-15 skref til hennar !  Enn vantar upp á jafnvægið en þetta er allt að koma!!

No comments:

Post a Comment