Við Hilda, Stefán og Arna Rún fórum í göngutúr með Freyju í Kópavoginum. Freyju fannst ekkert leiðinlegt að hafa fullt af fólki með sér í göngutúrnum:) Við stoppuðum á leikvelli og allir fengu tækifæri til að leika sér. Stefáni fannst gaman að prófa tækin og Arna gróf fína holu og bjó til lítið fjall við hliðina á :) Við röltum svo í rólegheitunum heim á leið en Örnu fannst labbið vera orðið ansi mikið og þurfti aðeins að hvíla sig á leiðinni. Freyja var ekkert þreytt og Stefán kvartaði í kerrunni ef við hægðum á okkur :) Hér eru myndir frá túrnum:
Hópurinn fríði :)
Hress karl í kerrunni :)
Við Stefán skemmtum okkur vel á hestinum
Litla fannst þetta ekki leiðinlegt
Arna í holugreftri
Og auðvitað róluðum við líka :)
Fjör í klifrugrind
Gaman gaman :)
Arna var orðin ansi svört á höndunum :)
Hilda prófaði líka hestinn
Arna að hvíla lúin bein á heimleiðinni
No comments:
Post a Comment