Við Stefán skelltum okkur út að Bakkatjörn með poka fullan af brauði í dag. Lillinn varð frekar hissa þegar ég tók hann úr bílstólnum og settist með hann í farþegasætið fram í og sat með hann í opnum dyrunum og fór að kasta brauði. Þegar í stað dreif að fullt af öndum og stöku mávur til að gæða sér á brauðinu. Stefáni fannst þetta alveg frábært, hló og hló enda mikil læti og hamagangur í öndunum. Skyndilega færðu þær sig burtu eins og þær væru hræddar við eitthvað. Mér til undrunar kom risastór svanur í ljós, hafði ekki séð hann fyrir opinni bílhurðinni. Hann var ekki feiminn og kom alveg að okkur að sníkja brauð! Mér stóð nú ekki alveg sama en svanurinn hagaði sér skikkanlega svo hann fékk nóg af brauði frá okkur. Við munum endurtaka þetta við fyrsta tækifæri :) Hér er mynd af svaninum vini okkar:
No comments:
Post a Comment