Við Stefán Sölvi áttum dásamlegan dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag. Við vorum mætt kl. 10 þegar garðurinn opnaði og áttum deit við Sesselju og fjölskyldu :) Steinar Máni, Bryndís Eva og Stefán Sölvi byrjuðu á því að skoða dýrin. Það fyrsta sem við sáum voru kýrnar sem voru í gerðinu við innganginn. Krökkunum fannst mikið sport að fá að standa á veggnum umhverfis gerðið og horfa á þær :) Selirnir slógu líka í gegn og Stefáni fannst svínin æðisleg. Verst að hann ákvað að naga grindurnar á svínastíunni... mamman var ekki nógu ánægð með það ! Svo skelltum við okkur yfir í fjölskyldugarðinn. Við byrjuðum á því að fara á hoppudýnuna og krakkarnir skemmtu sér alveg konunglega :) Svo leyfðum við börnunum að leika í stóra sjóræningjaskipinu og leikkastalanum á smábarnaleikvellinum. Þeim fannst ekkert lítið gaman, prófuðu rennibrautir og löbbuðu út um allt :) Síðan fórum við að grillinu og grilluðum pylsur í hádegismatinn. Krílin voru í röð í kerrunum sínum, öll með smekki með sama þema þar sem ég varð að fá lánaðan smekk eftir að hafa enn og aftur gleymt að taka með og Sesselja hafði líka gleymt og keypti því pakka með 3 smekkum í Hagkaup :D Stefán borðaði rúmlega eina og hálfa pylsu takk fyrir ! Við renndum okkur svo einn hring í hringekjunni með krílin. Ég hélt við Stefán og Bryndísi Evu á hestum sem færðust upp og niður, Sesselja studdi Steinar Mána. Mikið stuð að prófa svona :) Endurtökum það við tækifæri! Við kvöddum svo fjölskylduna um hádegisbilið og allir héldu heim á leið að láta þreytta unga lúra :) Stefán Sölvi svaf til þrjú !!! Svanhildur systir hringdi og var þá komin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með strákana. Guðlaug Hrefna var þar líka með Helga Steinar. Við Stefán ákváðum því að skella okkur bara aftur í garðinn! Steinar og Óli voru kátir að sjá frænda og Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að sjá þá heldur :) Meðan við biðum eftir að strákarnir kæmust að í eitt leiktækið fórum við Stefán um með Guðlaugu, Heiðari og Helga Steinari litla. Stefán fékk að æða út um allt og prufa brunabílinn sem stendur við litlu húsin við barnaleikvöllinn. Hann var ekkert smá ánægður með það :) Við prófuðum líka hoppudýnuna aftur en það var frekar erfitt þar sem núna var hún full af krökkum, um morguninn höfðum við hana fyrir okkur ! Við klykktum svo út með því að fá okkur ís og Stefán Sölvi var AFAR ánægður með það. Fórum heim um hálf sex, þreytt og sæl eftir góðan dag og mamman meira að segja orðin útitekin eftir heilan dag í sólinni! Hér eru nokkrar myndir frá deginum, margar teknar af Sesselju vinkonu þar sem mínar voru ekki nógu góðar. Því miður koma þær af einhverri ástæðu ekki í réttri tímaröð... en það kemur ekki að sök fyrir neitt nema OCD-ið mitt :)

Stuð að skoða svínin, nýhættur að naga grindina hérna..
Aðalsportið er að klifra UPP rennibrautina :)
Að leika með Bryndísi Evu undir sjóræningjaskipinu
Stuuuð í rennibraut !
Prófar brunabílinn :)
Steinar og Óli í uppblásnu kúlunum sem þeir biðu í næstum klukkutíma eftir að fara í !
Frændurnir Helgi Steinar og Stefán Sölvi spjalla
Æðislega gaman á hoppudýnunni :)
Krílin þrjú að borða hádegismatinn :)
Stefán að skoða kusurnar
Fyrsta sinn í hringekju !
Það var svo gaman að skoða svínin !
Litlu sætu hjónin !
Takk fyrir frábæran dag í garðinum, þetta var algjör snilld .. við verðum að endurtaka þetta aftur fljótlega ... Fattaði svo eftir á að auðvitað hefði Stefán Sölvi átt að eiga græna smekkinn sem hann fékk úr pakkanum. Hann fær hann næst þegar við hittumst ;-) kveðja, Sessa
ReplyDelete