Tuesday, April 24, 2012
Tönn nr. 6 mætt á staðinn :)
Þá eru komnar 4 tennur í efri góm og tvær í neðri. Framtennurnar tvær og næstu tennur þar við eru komnar uppi, fremstu tvær í neðri góm. Þetta útskýrir mikla nagþörf litla karls rétt áður en tönnin braust út :)
Saturday, April 21, 2012
Smá ferð á suðurland
Við Stefán fórum í aðra ævintýraferð með Steinku systur í dag. Að þessu sinni var ferðinni heitið austur fyrir fjall að skoða fugla. Stefán steinsofnaði á leiðinni og þegar við systur stoppuðum og fengum okkur kaffi á Eyrarbakka svaf hann sætt í bílnum á meðan. Hann vaknaði svo þegar við fórum af stað út úr bænum. Við stoppuðum stutt á Stokkseyri til að taka bensín og þar fékk Stefán smá vatn að drekka og kex :) Síðan keyrðum við til Hveragerðis þar sem við stoppuðum í gróðrastöð Ingibjargar og keyptum tómataplöntu. Stefáni fannst gaman að skoða blómin en var svekktur að fá ekki að snerta þau :) Loks fórum við að Þrastarlundi að leita að spennandi fuglum á Soginu. Heppnin var með okkur, við sáum flottar straumendur og nokkrar toppendur á sundi :) Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að komast út, við gengum aðeins meðfram ánni og hann var hæstánægður. Fékk að snerta trén en það finnst honum mikið sport. Svo var keyrt heim á leið, Stefán kominn með meira í reynslubankann :)
Herrann fékk að prófa að sitja á bílþakinu, alls ekki leiðinlegt :) Góð byrjun á deginum
Með Steinku við Sogið
Benda saman á eitthvað
Það var gaman að hafa Freyju með sér aftur í
Herrann fékk að prófa að sitja á bílþakinu, alls ekki leiðinlegt :) Góð byrjun á deginum
Með Steinku við Sogið
Benda saman á eitthvað
Það var gaman að hafa Freyju með sér aftur í
Thursday, April 19, 2012
Vetrarblóm á sumardaginn fyrsta
Nú hefur Stefán Sölvi upplifað sumardaginn fyrsta í fyrsta sinn ( að sjálfsögðu :)) Við fórum með Steinku systur í bíltúr að Kleifarvatni að skoða vetrarblóm en það gerir hún á hverju ári í sumarbyrjun. Við skruppum fyrst út á Álftanes þar sem við Steinka skoðuðum fugla. Stefán sat í bílnum en skemmti sér vel þegar hurðin var opnuð og hann fékk að sjá út. Síðan brunuðum við að Kleifarvatni. Vetrarblómin voru færri en oft áður en engu að síður fundum við fallega blómstrandi brúska. Við keyrðum svo meðfram vatninu og stoppuðum m.a. við Stefánshöfða enda þurfti Stefán að láta mynda sig við skiltið :) Við viðruðum svo bæði hund og barn við vatnið og Stefáni fannst algert æði að koma út og fá að anda að sér frísku lofti. Það var líka svaka gaman að horfa á Freyju fá smá snakk að borða :) Skemmtileg ferð, vonandi getum við farið aftur með Steinku á næsta ári :)
Stuð í bílnum úti á Álftanesi
Vetrarblóm
Stefán og Steinka við Stefánshöfða
Snúllinn sest á skiltið
Bara gaman að vera á Stefánshöfða :)
Freyja kom til að fá snakk við ströndina
Hún var afar spennt fyrir gúmmelaðinu
Vetrarblóm
Stefán og Steinka við Stefánshöfða
Snúllinn sest á skiltið
Bara gaman að vera á Stefánshöfða :)
Freyja kom til að fá snakk við ströndina
Hún var afar spennt fyrir gúmmelaðinu
Stefáni fannst hún fekar fyndin
Sunday, April 15, 2012
Ýmsar myndir frá ferðinni
Stefán brallaði margt meðan hann var í útlöndum. Hann stundaði það meðal annars að taka til í dótinu hennar Sonju, henni til mikillar skapraunar. Hann var afar hrifinn af henni og reisti sig gjarnan upp við stóla sem hún sat eða stóð í . Dömunni fannst það nú ansi ógnandi og var ekki alveg nógu ánægð með athyglina. Þau náðu samt að vera friðsamleg saman stundum, sérstaklega þegar þau voru að horfa á myndbönd í Ipadinum :) Stefán æddi um allt húsið og djöflaðist í öllu sem á vegi hans varð. Hann lagði þó ekki í að fara inn í skrifstofuna hans Sören fyrr en við vorum búin að vera þarna í meira en viku. Sören og ég bönnuðum honum að fara inn en þrjóski litli reyndi aftur og aftur. Þá setti Sören kassa fyrir dyrnar... en minn maður klifraði bara upp á þá og ætlaði yfir! Hann lærði líka af Sonju að klifra upp í litla barnastólinn hennar og setjast þar og standa. Hann náði líka að detta úr honum við bröltið ! Hér eru nokkrar myndir frá dvölinni:
Stefán elskaði skriðgöngin hennar Sonju
Fór fram og til baka í þeim og hló glaðlega :)
Horft á youtube með Sonju
Skoðar í brennikörfuna
Gaman að þessum brennikubbum!
Glaði karlinn
Fékk að skoða páskaeggið mitt :)
Klifrað upp í stólinn hennar Sonju
Afar stoltur af sjálfum sér :D
Hahhaha hressi karlinn
Prófar risabarnastól í BabySam
Svalur gæi með sólgleraugu (sem voru á í 10 sek)
Ýtir Sonju á sparkbílnum :)
Í stuði á kaffihúsi í Slotsarkaden í Hilleröd
Sefur sætt í kerrunni
Uppgötvar mold í fyrsta sinn
Afar spennandi !
Alltaf gaman að leika sér
Langar inn á skrifstofuna hans Sörens ! En búið að setja kassa fyrir dyrnar!
En þá klifrar maður bara yfir kassana !
Prófar leiktæki á bókasafninu í Lynge
Kíkt í þvottavélina
Jip, hún er tóm !
Fór fram og til baka í þeim og hló glaðlega :)
Horft á youtube með Sonju
Skoðar í brennikörfuna
Gaman að þessum brennikubbum!
Glaði karlinn
Fékk að skoða páskaeggið mitt :)
Klifrað upp í stólinn hennar Sonju
Afar stoltur af sjálfum sér :D
Hahhaha hressi karlinn
Prófar risabarnastól í BabySam
Svalur gæi með sólgleraugu (sem voru á í 10 sek)
Ýtir Sonju á sparkbílnum :)
Í stuði á kaffihúsi í Slotsarkaden í Hilleröd
Sefur sætt í kerrunni
Uppgötvar mold í fyrsta sinn
Afar spennandi !
Alltaf gaman að leika sér
Langar inn á skrifstofuna hans Sörens ! En búið að setja kassa fyrir dyrnar!
En þá klifrar maður bara yfir kassana !
Prófar leiktæki á bókasafninu í Lynge
Kíkt í þvottavélina
Jip, hún er tóm !
Prófaði runnann í heimreiðinni :)
Heimsókn í Frederiksborg og heimferð
Síðasta daginn okkar í Danmörku fórum við og skoðuðum Frederiksborg, flotta höll sem stendur í Hilleröd. Hildur og Sonja fóru með okkur. Höllin var fagurlega skreytt og full af flottum málverkum, húsgögnum og listmunum sem var gaman að skoða. Stefán hafði náð af sér sandalanum í bílnum án þess að ég tæki eftir því og þegar í höllina var komið reif hann af sér sokkinn líka. Fjöldi manns kom til mín og benti mér á það að sá litli væri með annar fótinn beran :) Mér datt ekki í hug að leita að lyftu strax og bisaði kerrunni fyrir drenginn á milli hæða þar til ég rakst á lyftu úti í horni. Mikill léttir ! Stefán vildi gjarnan fá að snerta gripina þarna en fékk nú ekki leyfi til þess :) Hann varð svo sífellt órólegri og var farinn að verða ansi reiður þegar svefninn sigraði hann loksins. Við Hildur löbbuðum svo niður í miðbæ Hilleröd eftir skoðunarferðina og fórum á veitingahús og fengum okkur hressingu. Börnin steinsváfu en Stefán vaknaði þegar ég var byrjuð að borða og kom inn og fékk sér hressingu. Eftir þetta ævintýri keyrði fjölskyldan í Lynge okkur út á flugvöll og við flugum heim rúmlega 8 um kvöldið. Stefán var í miklu stuði og neitaði alveg að sofa nema í ca. 40 mínútur. Hann var því ansi þreyttur þegar lent var aftur á Íslandi. Þegar við komum út biðu okkar Hilda og amma. Stefán skælbrosti þegar hann sá þær en fór svo alveg í flækju og sat stjarfur í bílnum á leiðinni heim og hélt í hendurnar á ömmu. Hann var fljótur að kannast við sig heima og fór að skemmta sér með systur sinni. Hann sofnaði svo örþreyttur með systur sína og mömmu við sitthvora hlið. Fyrstu utanlandsferðinni var nú lokið :)
Í veiðisal á jarðhæð
Stefán skoðar gluggana í Slotskirken
Margt að skoða !
Við flottan stjörnufræðihnött
Að skoða kristalsljósakrónu í Riddarasalnum
Orðinn fokreiður í herbergi á annarri hæð
Þessi önd kíkti á okkur við hallarvatnið
Í veiðisal á jarðhæð
Stefán skoðar gluggana í Slotskirken
Margt að skoða !
Við flottan stjörnufræðihnött
Að skoða kristalsljósakrónu í Riddarasalnum
Orðinn fokreiður í herbergi á annarri hæð
Þessi önd kíkti á okkur við hallarvatnið
Saturday, April 14, 2012
Kíkt niður í miðborg Kaupmannahafnar
Daginn fyrir heimferð brugðum við okkur í göngutúr um miðborg Kaupmannahafnar. Við lögðum við Nörreport og skoðuðum útimarkað með antíkmuni og ný markaðshús sem búið er að setja upp á torginu sem áður var grænmetismarkaður á. Við röltum síðan um Strikið og kíktum í nokkrar búðir. Í Illums Bolighus fékk Stefán að prófa að sitja á bakinu á risastórum leikfangavísundi sem stendur í leikfangadeildinni. Hann varð ofsaglaður, hló og barði höndunum niður í vísundinn :) Eftir mikinn bardaga sofnaði hann og lúrði meðan ég og Hildur spiluðum á kaffihúsi :) Um kvöldið fengum við æðislegan kvöldverð með fjölskyldunni og Jakob og Michael, vinum Sörens. Stefáni fannst kjötið og kartöflurnar æði og greip í hendina á mér þegar honum fannst ég vera of lengi að koma með næsta bita :) Það var því saddur og sæll drengur sem fór í rúmið þennan daginn :)
Prakkarinn í miðborg Kaupmannahafnar
Ánægður með túrinn
Á vísundabaki
Hamrar höndunum niður í vísundinn
Svooo gaman
Sofið meðan mamma var á kaffihúsi
Prakkarinn í miðborg Kaupmannahafnar
Ánægður með túrinn
Á vísundabaki
Hamrar höndunum niður í vísundinn
Svooo gaman
Sofið meðan mamma var á kaffihúsi
Friday, April 13, 2012
Heimsókn til Hafdísar
Í dag kom Hafdís vinkona og sótti okkur og við fórum í heimsókn til hennar í Greve Landsby. Þar býr hún ásamt Mikkel manninum sínum og Evu dóttur sinni sem er fjögurra ára. Hafdís bauð okkur upp á hádegisverð og Stefán naut þess að borða rúgbrauð með kæfu alveg án aðstoðar.. það varð reynar allt útsvínað en hann kláraði matinn sinn :) Hafdís á fallegar kisur, önnur er af tegundinni Maine Coon og er afar stór. Stefáni leist afskaplega vel á kisu og fékk að klappa henni. Hann greip reyndar ansi fast í feldinn nokkrum sinnum... Kisa sýndi honum mikla þolinmæði en flúði að lokum :) Við fórum svo með Hafdísi að versla í Waves verslunarmiðstöðinni í Hundige. Stefáni fannst það nú hundleiðinlegt enda neitaði hann alveg að sofna. Mamman náði samt að kaupa föt á hann áður en haldið var til baka. Hafdís bauð okkur svo út að borða á sushi stað sem var ekkert smá góður. Stefán fékk að prófa nokkra heita rétti en fékk ekki að bragða sushi ennþá. Eins og venjulega var hann duglegur að borða og óhræddur við að smakka eitthvað nýtt. Hafdís keyrði okkur síðan heim eftir matinn og þreytti litli karlinn sofnaði á leiðinni heim. Þetta var frábær heimsókn enda frábærir gestgjafar á ferðinni :)
Stefán hittir kisu
Aðeins að prófa að klappa
Hér er maður orðinn áræðnari, lagðist næstum ofan á kisu á næstu augnablikum
Úti að borða með Hafdísi
Mikkel og Eva
Stefán var aaaa góður við Hafdísi
Aaaaa svoo góður :)
Stefán hittir kisu
Aðeins að prófa að klappa
Hér er maður orðinn áræðnari, lagðist næstum ofan á kisu á næstu augnablikum
Úti að borða með Hafdísi
Mikkel og Eva
Stefán var aaaa góður við Hafdísi
Aaaaa svoo góður :)
Subscribe to:
Posts (Atom)