Það er allt á fullu hjá Stefáni Sölva ! Núna í kvöld tók hann sig til og skreið í fyrsta sinn áfram :) Hann mjakar sér áfram á maganum og sparkar sér áfram með fótunum :) Hann fattaði þetta bara allt í einu, ég var að horfa á hann og skyndilega fór hann áfram :) Helst er hægt að lokka hann til þess að gera þetta með því að setja símann minn á gólfið og þá reynir hann strax að fara og ná í hann :) Þessi drengur er alveg ótrúlega duglegur :)
No comments:
Post a Comment