Stefán Sölvi er nú búinn að jafna sig alveg eftir veikindin og er sprækur sem lækur. Hann er alltaf að prófa nýjar matartegundir. Núna síðustu viku hefur hann prófa kjúkling, lifrarpylsu, blómkál og rófur. Honum fannst rófurnar algert æði :) Honum fannst blómkálið eintómt ekki eins spennandi en borðaði það með maukuðum kjúkling án nokkurra vandræða. Hann er líka að verða duglegari að hreyfa sig, rúllar um öll gólf, bakkar og snýr sér. Hann fer út um allt með þessum aðferðum en endar ansi oft undir borði :D Hann hefur tvisvar náð að setjast upp sjálfur frá því að liggja á maganum :) Við lukum ungbarnasundnámskeiði nr. 2 síðasta laugardag og ætlum á það þriðja eftir jólin :) Svo er unginn farinn að babla ennþá meira, farinn að gera tilraunir með röddina og í fyrradag sagði hann hátt og skýrt MAMMA! Mömmuhjartað vill meina að hann hafi alveg vitað hvað hann væri að segja en efasemdafólk myndi væntanlega telja að þetta væri tilviljun ;) Hér eru myndir af fegurðarprinsinum :)
Steinka frænka og Úlfhildur barnabarnið hennar komu í heimsókn ásamt Freyju voffa
Kominn í sjálfheldu undir borði
Alvarlegur en afskaplega sætur :)
Gaman í leikhringnum :)
No comments:
Post a Comment