Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, December 11, 2011

Hrafndís Jóna í pössun :)

Hún Hrafndís Jóna var hér í pössun þann 3. desember.  Stefán var lasinn og ekki í eins góðu stuði og venjulega en fannst samt spennandi að fylgjast með henni.  Hún var svo góð þessi elska, lék sér eins og dúkka og þurfti ekkert að hafa fyrir henni :)  Hún var dugleg að reyna að leika við Stefán, sat hjá honum og rétti honum dót en var stundum aðeins of áköf, hann mótmælti þegar dótið var sett beint í andlitið á honum :)  Hún var líka svo góð að faðma hann nokkrum sinnum, stundum svo innilega að hann fór að kvarta :)  Það var sönn ánægja að passa þessa sætu dömu.  Hér eru myndir af þeim krílunum saman:
 Lítil dama að leika við litla prinsinn
 Hér er verið að faðma litla barnið :)
 Rétt eftir myndatökuna mótmælti Stefán þessu innilega faðmlagi :)
Hér eru þau að spjalla saman :)

2 comments:

  1. Ekkert smá góð við hann :-)
    Flottur leikhringurinn og sniðugt á meðan þau eru að ná tökum á að sitja. Við eigum einn svona hring og það er hægt að setja stangir á hann og hengja dót á stangirnar.. en hringurinn var meira notaður án þeirra :p

    ReplyDelete
  2. Já þessi hringur er alger snilld. Litli ormurinn er samt farinn að mjaka sér út úr honum og fara á flakk, maður er samt viss um að hann skellur ekki aftur fyrir sig þegar hann þreytist á að sitja :)

    ReplyDelete