Lilypie Third Birthday tickers

Monday, December 26, 2011

Fyrsta "upprisan" :)

Jæja !  Stefán Sölvi reif sig upp af værum blundi kl. 22 og ekkert dugði til að koma honum niður aftur.  Við fórum því fram í stofu og ég leyfði honum að leika sér á gólfinu í von um að þreyta hann.  Hann dundaði sér í rólegheitunum á leikteppinu í amk hálftíma og fór svo að rúnta um gólfið.  Hann var svo duglegur að setjast upp nokkrum sinnum frá liggjandi stöðu. Ég fór svo og skipti á honum og smellti honum aftur á leikteppið.  Settist svo í sófann og skömmu síðar sé ég lítinn haus birtast yfir brún sófaborðsins, glaðlegt lítið andlit brosti við mér.  Síðan hækkaði litla höfuðið sig og herrann stóð bara upp við borðið og greip strax í aðventukransinn sem stendur á borðinu !  Ég stökk til til þess að styðja við litla brjálæðinginn sem var afar glaður yfir athyglinni og hossaði sér glaðlega upp og niður.  Einhvern megin hef ég á tilfinningunni að þessi náungi sætti sig ekki lengi við að sitja kyrr á gólfinu..

No comments:

Post a Comment