Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, December 25, 2011

Fyrstu jólin :)

Jæja, þá hefur Stefán Sölvi lifað sín fyrstu jól :)  Á aðfangadagsmorgun bar ég hann fram í stofu og sýndi honum tréð.  Hann varð alveg þögull og starði á það, þegar við komum nær teygði hann út hendina og reyndi að snerta skrautið :)  Þegar ég setti hann á gólfið leið ekki á löngu áður en hann var búinn að velta sér að trénu og farinn að toga í dúkinn :)  Um eftirmiðdaginn fórum við yfir til ömmu og þar borðuðum við jólamatinn.  Stefán fékk að vísu bara barnamat en fær örugglega að smakka á öllu góðgætinu á næsta ári :)  Mamman ákvað að leyfa honum að smakka jólaísinn og þá tók minn maður við sér.  Hann galopnaði munninn og tók ánægður við hverri skeiðinni eftir annarri :)  Honum þótti þetta þvílíkt gott, gretti sig ekki einu sinni þegar hann tók fyrsta bitann þó að þetta væri kalt.  Stefán var flottur í tauinu þessi fyrstu jól, í skyrtu, vesti, bindi og buxum, alger herramaður.  Kvöldinu lauk hinsvegar með skelli, mamma rann og datt með drenginn í bílstólnum svo bæði skullu í götuna.  Til allrar lukku slapp litli karl ómeiddur.  Mamma var hinsvegar aðeins stíf og aum eftir þetta ævintýri. Stefán fékk fullt af góðum gjöfum.  Fullt af fötum, dót, inniskó, glas , plastdýr og fleira :)  Á jóladagsmorgun fékk hann að leika sér að nýja dótinu og skemmti sér bara vel :)  Við fengum svo jóladagsmat hjá ömmu og Stefán endurtók sama leikinn, hámaði í sig jólaísinn.  Var búinn að borða vel af kvöldmatinum fyrst :)  Á morgun förum við svo í enn eitt jólaboðið, það mun litla félagslynda manninum líka :)  Hér eru nokkrar myndir frá jólunum:
 Sumir að læðast til að toga í jólatrésdúkinn
 Kominn í sparifötin, flottur herra
 Slappað af í sófanum með Steinari og Ragnari
 Ömmuknús :)
 Hjá stóru systur :)
 Alltaf gaman að hoppa og skoppa í fanginu á henni :)
 Ísinn var vinsæll, hér er maður að njóta þess að láta moka upp í sig
 Opnar fyrsta pakkann
Leikið með dótið á jóladagsmorgun :)

No comments:

Post a Comment