Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, December 21, 2011

Alltaf nóg að gera

Við Stefán Sölvi erum alltaf jafn önnum kafin :)  Á laugardaginn fórum við í fertugsafmæli Gunnu vinkonu.  Þar fékk Stefán brauð í fyrsta sinn.  Ég týndi upp í hann bita af litlum brauðbollum sem Gunna hafði bakað og líkaði unga manninum það mjög vel :)  Hann naut þess eins og venjulega að fá fullt af athygli :)  Svo brunuðum við yfir í jólaboð hjá mömmu og þar voru fyrir tvö önnur kríli, þau Úlfhildur og Helgi Steinar.  Svo gaman að vera með þrjú svona lítil í fjölskyldunni á sama tima :)  Á sunnudaginn fórum við svo í jólaboð hjá Elísabetu og Frímanni, vinum mömmu.  Þar heilsaði Stefán upp á heimasætuna Maríönnu, sem er 11 mánaða og horfði öfundaraugum á hana þegar hún skreið af stað - áfram, ekki aftur á bak !  Á þriðjudagskvöldið var mamma svo með kaffiboð fyrir systur sinar og frænkur. Þá fékk unginn enn og aftur stöðuga athygli og svo fínan hest og dásamlega prjónaða peysu frá Kristjönu frænku.  Bara gaman :)  Því miður hafði mamma ekki vit á að vera með myndavélina með sér svo myndir vantar.  Lofa bót og betrun í þeim málum í framtíðinni !  Nú er bara að bíða spenntur eftir fyrstu jólum Stefáns Sölva :)

No comments:

Post a Comment