Þá er fæðingarári Stefáns Sölva lokið. Runnið upp nýtt ár, árið sem hann verður eins árs ! Tíminn flýgur alveg ótrúlega hratt. Við litla fjölskyldan fórum til Helenar systur og Atla sonar hennar og eyddum þar áramótunum. Við vorum afar frumleg, vorum með kengúrukjöt í matinn og líka hamborgarhrygg :) Í eftirrétt höfðum við fimm tegundir af ísum :) Þetta bragðaðist allt alveg dásamlega. Stefán Sölvi fékk ekki að bragða á kræsingunum heldur fékk sinn eigin mat úr krukku. Hann undi sér glaður á gólfinu og bisaði út um allt. Í eitt skipti gripum við hann þar sem hann hafði náð sér í grein af jólatrénu og ætlaði örugglega að gæða sér á henni :) Hann steinsofnaði svo í fangi systur sinnar um tíuleytið en reif sig upp um það bil sem skaupinu var að ljúka. Hann fékk svo að horfa þegar Atli og Hilda skutu upp flugeldum og fannst það afar spennandi. Hann var að sjálfsögðu með hlífðargleraugu og staddur í hæfilegri fjarlægð. Honum brá einu sinni þegar þau kveiktu í gosi sem skyndilega varð hávært og skældi smá, hann var samt fljótur að jafna sig. Síðan fékk hann að horfa á sprengjurnar út um gluggann í stofunni og það var greinilegt að honum þótti mikið til þeirra koma :) Verður gaman að fylgjast með hvernig hann tekur sprengjunum á næsta ári. Svo var haldið heim á leið um eittleytið og minn maður var svo sprækur að hann sofnaði ekki einu sinni í bílnum. Ég náði honum ekki niður fyrr en kl. 2. Hann var því glaðvakandi og hress sín fyrstu áramót og naut þeirra í botn :) Hér eru myndir frá kvöldinu:

Flotti herramaðurinn situr spariklæddur hjá systur sinni
Veisluborðið :)
Stefán í góðu stuði á gólfinu
Við spiluðum spurningaspil um kvöldið
Stefán undirbúinn undir það að kíkja út á flugelda
Fær að sjá sprengingarnar út um svalagluggann með Hildu
Sprellað með hlífðargleraugun
Í góðu stuði á nýju ári!
Svo rosalega gaman :D
Gleðilegt nýtt ár :-)
ReplyDeletePrinsinn er rosalega flottur!