Lilypie Third Birthday tickers

Thursday, January 19, 2012

Drengurinn orðinn 8 mánaða

Ja hérna !  Liðnir átta mánuðir ! Tíminn virkilega flýgur áfram.  Stefán Sölvi getur alltaf meira og meira.  Hann skríður á eftir mömmu sinni út um allt, nú er ekki lengur hægt að tölta í friði inn í eldhús, það er alltaf einhver á hælunum á mér :)  Hann er sífellt að reyna að reisa sig upp við hluti - stundum tekst það, stundum situr hann fastur kominn hálfa leið upp og veinar á mömmu.  Við fórum í skoðun í dag og reyndist hann vera orðinn 11,49 kg og 76,3 cm.  2,5 staðalfrávik frá meðaltali í lengd og um þrjú frá meðaltali í þyngd !  Elsku risakarlinn minn :)  Það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi hreyfiþroska unga mannsins á komandi mánuðum :)
 Kíkt í heimsókn til Helenar frænku sem er handleggsbrotin
 Laumast inn í herbergi Hildu systur og verðlaunapeningnum hennar stolið :)
 Steinsofnaði í Hildu fangi :)
 Æ hvað er gott að kúra hjá henni
 Ægir kom í pössun til okkar á miðvikudaginn, þeir félagar voru nokkuð þægir að leika sér saman..
Stefán tekur blund í vagninum :)

No comments:

Post a Comment