Tuesday, January 10, 2012
Skóstærð og bangsaknús :)
Í dag fór ég í skóbúð og notaði tækifærið og lét mæla fótinn á Stefáni Sölva til að sjá hvaða skónúmer hann væri kominn í . Hann mældist í skóstærð 22! Daman í búðinni mælti með því að kaupa númeri stærra ef ég ætlaði að kaupa skó handa honum þar sem fóturinn er svo breiður :) Elsku litli stórfótur minn! Hér er svo önnur saga af sætilíus frá því núna áðan. Hann sofnaði kl. 9 en vaknaði aftur um 11. Ég fór inn og sá hann fyrst ekki í myrkrinu, svo teygði ég mig niður í rúmið og fann hann þar sitjandi í miðju rúminu með bangsann sem Hilda systir gaf honum í fanginu. Bangsinn situr venjulega í horninu á rúminu til fóta, litli krúttikarl hafði sótt hann þangað til að hugga sig þar til mamma kæmi :) Bara krúttlegt !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Það er akkúrat ALLT krúttlegt sem yndislegi Stefán Sölvi gerir.
ReplyDelete