Við Stefán Sölvi skelltum okkur í heimsókn til þeirra mæðgna Guðnýjar og Hrafndísar Jónu. Stefán svaf sætt fyrsta hluta heimsóknarinnar en kom svo sprækur fram tilbúinn fyrir fjörið. Hann varð strax alveg heillaður af Hrafndísi sem var svo dugleg að leika við hann og færa honum dót. Það þurfti samt að passa upp á þau þar sem Stefán reyndi að rífa í hárið á henni og pota í augun ! Síðar kom svo Kristín Anna í heimsókn líka með Dodda sinn og stóru krakkarnir léku sér saman meðan Stefán skreið um og skoðaði heiminn :) Hér eru myndir frá heimsókninni góðu :)
Alveg heillaður af stóru stelpunni

Stefán stelur sér faðmlagi, Hrafndís ekki alveg að fíla þetta :)
Fallegu krílin
Hrafndís var dugleg að leika við litla karl
Hún sýndi honum allt barnadótið
Gaman !
Stefán í stuði hjá Guðnýju
Svo kom Kristín og kitlaði hann :) Ekki fannst honum það nú leiðinlegt !
Stóru börnin léku sér svo vel saman inni í herbergi :)
Einn á fullu!
Sætu mæðginin
No comments:
Post a Comment