Við Stefán Sölvi skelltum okkur í sumarbústað með Svanhildi og fjölskyldu og mömmu líka. Bústaðurinn var í Munaðarnesi í Borgarfirði í gullfallegu umhverfi. Dvölin var alveg frábær og við Stefán höfðum huggulegt í sér herbergi :) Stefán fékk fullt af athygli frá öllum og naut hverrar sekúndu :) Amma vaggaði honum og spjallaði, strákarnir léku við hann og Svanhildur frænka gekk um með hann :) Mér til mikillar gleði héldu þrjár uglur til við bústaðinn og mættu á hverju kvöldi og svifu um nágrennið :) Skemmtilegt fyrir fuglanördinn ! Við vorum frá sunnudegi fram á miðvikudag í bústaðnum. Við skruppum niður í Borgarnes tvisvar sinnum og fórum líka og skoðuðum fossinn Glanna. Stefán hafði aldrei áður séð hann (enn eitt fyrst) og hafði heldur aldrei gist í alvöru sumarbústað :) Þarna var heitur pottur sem ég nýtti mér eitt kvöldið, Stefán getur örugglega prófað á næsta ári en í þetta skiptið var hann inni í dekri hjá Svanhildi frænku. Góðir dagar í góðum félagsskap!
Stefán Sölvi í besta yfirlæti í sófanum að njóta aðdáunar
Óli bað um þessa uppstillingu og mynd tekna af speglinum :)
Ánægður karl í ömmustól
Huggulegheit í sófanum :)
Amma að spjalla við unga manninn
Stefán Sölvi að horfa á sjónvarpið með ömmu
Stefán reynir að setjast upp í ömmustólnum til að geta spjallað betur við Óla
Ánægður lítill karl
Við fossinn Glanna
Að rífa í sig bókina sína
No comments:
Post a Comment