Lilypie Third Birthday tickers

Friday, August 19, 2011

Nýjustu tölur !!!!

Í dag fór Stefán Sölvi í þriggja mánaða skoðun.  Hann var fyrst lengdarmældur og reyndist vera orðinn 64 cm.  Svo var honum skellt á vigtina og .... er orðinn 8665g !! ÚFF !  Hjúkkan stakk upp á því að ég hætti að gefa honum næturgjafir og gæfi honum vatn í staðinn.  Roðn.  Aumingja karlinn minn !  Síðan var hið skelfilega næst - tvær bólusetningarsprautur.  Fyrst á meðan læknirinn var að skoða hann var Stefán bara hress, skælbrosti til hans og spriklaði.  Síðan kom fyrri sprautan og þá varð hann fyrst hissa, síðan fór hann að hágráta.  Ég reyndi að hugga hann en þegar kom að sprautu nr. 2 grunaði hann þegar að eitthvað vont væri í bígerð og fór að gráta aftur.  Hann hágrét líka eftir seinni sprautuna, grét alla leið fram á gang og áfram þrátt fyrir að hafa fengið sopa inni á biðstofu.  Þegar heim kom var hann enn lítill í sér og aumur.  Hann var svo fínn allan daginn en þegar hann vaknaði um níuleytið um kvöldið var hann kominn með 39,5 stiga hita !  Elsku karlinn var svo slappur og leið svo illa !  Hann fékk svo hitalækkandi stíl og var hress og kátur eftir klukkutíma.  Vonandi verður næsta bólusetning átakalaus !

No comments:

Post a Comment