Já, Stefán Sölvi var að gera eitthvað í fyrsta sinn.. kemur á óvart ! Við skelltum okkur í dag í Gleðigönguna með Dodda og Kristínu Önnu ásamt um 100.000 öðrum ! Veðrið var dásamlegt sem spillti svo sannarlega ekki fyrir. Við Stefán vorum ekki alveg upp við gönguna þar sem tónlistin var of hávær fyrir lítil eyru. Stefán var reyndar hinn rólegasti yfir þessu öllu og einbeitti sér bara að því að borða hendurnar á sér. Þegar við vorum búin að fylgja göngunni að enda Hljómskálagarðsins heimtaði ungi maðurinn að fá að drekka og ég settist með hann á bekk í garðinum til að gefa honum. Þá kom í ljós að hann var búinn að gera rækilega í bleiuna og mamma var ekki með blautþurrkur... Þannig endaði fyrsta Gleðigangan, við brunuðum heim á leið en vorum samt ánægð með að hafa verið með :)
Hér er Stefán pollrólegur við Gleðigönguna :)
No comments:
Post a Comment