Lilypie Third Birthday tickers

Monday, August 8, 2011

Huggulegheit í sólinni í miðbænum

Í dag skrapp ég með börnin bæði niður í miðbæ að njóta sólarinnar og góða veðursins.  Við röltum við hjá Möggu systur í vinnunni en Stefán steinsvaf bara í þeirri heimsókn.  Við fórum svo niður að Tjörn og er því hægt að segja að Stefán hafi nú farið þangað að skoða endurnar í fyrsta sinn :)  Reyndar voru nær eingöngu mávar þar..  Við röltum svo í rólegheitum um á milli búða og settumst svo á útiborð hjá Thorvaldsen og pöntuðum okkur mat.  Ég var alveg að grillast, sólin var svo heit og alveg logn úti.  Austurvöllur var þakinn fólki í sólbaði og fullt á veitingastöðunum allt í kring.  Hilda þoldi sólina vel enda mikill sóldýrkandi.  Við þurftum að bíða lengi eftir matnum enda mikið að gera, Stefán vaknaði meðan beðið var og heimtaði að fá líka mat.  Hann sætti sig ekki við neina bið og fékk strax að borða.  Hann hefur því verið úti að borða á Thorvaldsen :)  Það var orðið svo heitt þarna úti að ég sendi Hildu inn með drengsa meðan ég kláraði matinn.  Hilda tók lit við að sitja þarna, kom strax far eftir kjólinn hennar.  Móðir hennar var samt enn jafn næpuhvít...  Við röltum svo eftir matinn yfir á Ingólfstorg og keyptum okkur ís.  Góður dagur í sumarblíðu :)
 Stefán sefur sætt við Austurvöll
Hilda nýtur sólarinnar á Thorvaldsen

No comments:

Post a Comment