Við litla fjölskyldan vorum á flandri í dag og ákváðum að kíkja í heimsókn til Sifjar vinkonu og fjölskyldu hennar. Þau voru búin að vera í burtu í næstum mánuð og við vorum spennt á sjá Ægi sem er nýorðinn sex mánaða. Gaurinn er orðinn svo stór og duglegur, leikur með dót og reyndir að setjast upp við hvert tækifæri og hoppar og skoppar í fanginu á manni :) Stefán horfði með undrun á þennan stuðbolta og fór aðeins að skæla þegar hann var lagður við hliðina á honum. Ægir er lengri en Stefán en litli hlunkur er hinsvegar kílói þyngri! Skemmtilegt að sjá hvað gerist mikið á þessum rúmu 3 mánuðum sem munar á þeim, Stefán rétt að byrja að slá í dót og grípa í það en Ægir takandi allt og farinn að skoða dótið gaumgæfilega :) Þeir eiga eftir að verða kröftugt teymi þegar þeir verða eins árs :) Hér eru nokkrar myndir af herrunum frá heimsókninni :
Stefán brosir kurteisislega meðan Ægir spriklar glaðlega
Æ nei, ekki fleiri myndir virðist Ægir vera að segja :)
Sif mátar Stefán sem virðist hinn ánægðasti með það
Ægi leist vel á hálsmenið hennar Hildu
Horfir á mig eins og ég hafi staðið hann að verki við eitthvað sem hann má ekki :)
Hér sitja gæjarnir hlið við hlið í sófanum
Stefán er ekki alveg eins sperrtur og Ægir og þurfti stuðning
Ægir er eins og besti fimleikamaður og sveigir og beygir lappirnar í sífelldu :D
Stefán er bestur í að borða hendina :)
Tveir glæsilegir :) Fæturnar á Ægi eru svo skemmtilega út um allt! :D
ReplyDelete