Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, August 20, 2011

Stefán Sölvi byrjar í ungbarnasundi

Í dag byrjaði Stefán Sölvi í ungbarnasundi.  Við erum í sundi hjá Erlu í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði.  Við vorum í styttri tíma í lauginni í dag þar sem byrjað var á því að sýna okkur aðstöðuna og segja okkur hvernig fyrirkomulagið á tímunum væri.  Eftir kynninguna klæddi ég krílið í flottu Spiderman sundskýluna og svo skelltum við okkur í laugina.  Stefán var steinhissa á þessu öllu en var alveg rólegur.  Við fórum að gera æfingar eins og að lyfta börnunum upp og niður (frekar erfitt fyrir aumingjan mig að lyfta litla dunk), láta þau fara frá okkur og að okkur og láta þau fara í hringi á bakinu.  Við drógum þau svo um laugina með hendurnar um axlirnar og átti þetta að fá þau til að sprikla og slá í vatnið.  Stefán gerði það í lokin, skvetti vatni á barnið við hliðina á :)  Við fórum öll í hring og sögðum nöfnin á börnunum og aldurinn.  Flest börnin eru 4-6 mánaða, held við séum þrjú með þriggja mánaða börn.  Eftir tímann var Stefán svo þreyttur að hann steinsofnaði þegar ég fór í sturtuna :)  Velheppnaður fyrsti tími, verður gaman að fara aftur í næstu viku :D
Flotta sundskýlan hans Stefáns Sölva

No comments:

Post a Comment