Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, August 3, 2011

Skemmtileg heimsókn :)

Við Stefán Sölvi erum svo heppin að fá margar heimsóknir.  Í dag komu Guðný og Kristín Anna í heimsókn með krakkana sína, þau Hrafndísi Jónu og Dodda :)  Eldri börnin voru dugleg að leika sér saman og fengu meðal annars að prufa leikteppið hans Stefáns :)  Stefáni fannst þau mjög spennandi og fylgdist grannt með ferðum þeirra.  Langaði örugglega að geta slegist í hópinn :)  Krakkarnir komu svo og settust hjá honum í ömmustólnum og voru góð við hann :)  Þeim fannst það báðum hinsvegar frekar ógnandi þegar mömmur þeirra tóku Stefán í fangið :)  Við gæddum okkur á smá bakkelsi og osti og spjölluðum meðan krakkarnir léku sér.  Alltaf gaman að fá smá félagsskap :)
 Doddi og Hrafndís Jóna að vera góð við Stefán
 Hrafndís vildi að mamma sín væri góð við hann líka :)
 Doddi með slönguna sem loðkraga
 Fer honum bara vel :)
 Guðný fékk að máta Stefán :)
Doddi að hnoðast á mömmu sinni

No comments:

Post a Comment