Stefán Sölvi er búinn að fá barnarúmið sitt uppsett og svaf í fyrsta skipti í því í nótt. Steinar Sverrir frændi hans átti rúmið, það sofa sem sagt bara strákar með upphafsstafina SS í þessu rúmi :) Hér fyrir neðan er mynd af prinsinum í rúminu í nótt:
Tuesday, August 30, 2011
Monday, August 29, 2011
Myndir frá ungbarnasundi
Stefán Sölvi er ánægður í sundinu og fékk að prófa að kafa í fyrsta skipti núna á laugardaginn :) Svanhildur frænka var með og tók myndir frá bakkanum. Hlakka til að mæta í næsta tíma með hann :)
Mæðginin komin ofan í laugina :)
Stefán er sposkur á svip þarna
Eitthvað efins þarna í fyrstu
En svo naut hann þess að fljóta í vatninu
Sætasti sundkappinn
Við syngjum fyrir börnin um leið og við gerum æfingar
Þarna er ég að blása loftbólur fyrir hann til að ná athygli hans
Hér er verið að reyna að fá hann til að teygja sig eftir dótinu
Hér er hann að koma úr kafi í fyrsta sinn :)
Mæðginin komin ofan í laugina :)
Stefán er sposkur á svip þarna
Eitthvað efins þarna í fyrstu
En svo naut hann þess að fljóta í vatninu
Sætasti sundkappinn
Við syngjum fyrir börnin um leið og við gerum æfingar
Þarna er ég að blása loftbólur fyrir hann til að ná athygli hans
Hér er verið að reyna að fá hann til að teygja sig eftir dótinu
Hér er hann að koma úr kafi í fyrsta sinn :)
Thursday, August 25, 2011
Nokkrar prinsamyndir :)
Hilda systir er svo skemmtileg
Gaman að vera í sófanum hjá Hildu
Ljúfasta músin
Alvarlegur !
Alltaf að reyna að setjast upp í ömmustólnum :)
Gaman að vera í sófanum hjá Hildu
Hlustar hrifinn á systur sína tala
KrúttbrosiðLjúfasta músin
Alvarlegur !
Alltaf að reyna að setjast upp í ömmustólnum :)
Saturday, August 20, 2011
Stefán Sölvi byrjar í ungbarnasundi
Í dag byrjaði Stefán Sölvi í ungbarnasundi. Við erum í sundi hjá Erlu í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði. Við vorum í styttri tíma í lauginni í dag þar sem byrjað var á því að sýna okkur aðstöðuna og segja okkur hvernig fyrirkomulagið á tímunum væri. Eftir kynninguna klæddi ég krílið í flottu Spiderman sundskýluna og svo skelltum við okkur í laugina. Stefán var steinhissa á þessu öllu en var alveg rólegur. Við fórum að gera æfingar eins og að lyfta börnunum upp og niður (frekar erfitt fyrir aumingjan mig að lyfta litla dunk), láta þau fara frá okkur og að okkur og láta þau fara í hringi á bakinu. Við drógum þau svo um laugina með hendurnar um axlirnar og átti þetta að fá þau til að sprikla og slá í vatnið. Stefán gerði það í lokin, skvetti vatni á barnið við hliðina á :) Við fórum öll í hring og sögðum nöfnin á börnunum og aldurinn. Flest börnin eru 4-6 mánaða, held við séum þrjú með þriggja mánaða börn. Eftir tímann var Stefán svo þreyttur að hann steinsofnaði þegar ég fór í sturtuna :) Velheppnaður fyrsti tími, verður gaman að fara aftur í næstu viku :D
Flotta sundskýlan hans Stefáns Sölva
Flotta sundskýlan hans Stefáns Sölva
Friday, August 19, 2011
Nýjustu tölur !!!!
Í dag fór Stefán Sölvi í þriggja mánaða skoðun. Hann var fyrst lengdarmældur og reyndist vera orðinn 64 cm. Svo var honum skellt á vigtina og .... er orðinn 8665g !! ÚFF ! Hjúkkan stakk upp á því að ég hætti að gefa honum næturgjafir og gæfi honum vatn í staðinn. Roðn. Aumingja karlinn minn ! Síðan var hið skelfilega næst - tvær bólusetningarsprautur. Fyrst á meðan læknirinn var að skoða hann var Stefán bara hress, skælbrosti til hans og spriklaði. Síðan kom fyrri sprautan og þá varð hann fyrst hissa, síðan fór hann að hágráta. Ég reyndi að hugga hann en þegar kom að sprautu nr. 2 grunaði hann þegar að eitthvað vont væri í bígerð og fór að gráta aftur. Hann hágrét líka eftir seinni sprautuna, grét alla leið fram á gang og áfram þrátt fyrir að hafa fengið sopa inni á biðstofu. Þegar heim kom var hann enn lítill í sér og aumur. Hann var svo fínn allan daginn en þegar hann vaknaði um níuleytið um kvöldið var hann kominn með 39,5 stiga hita ! Elsku karlinn var svo slappur og leið svo illa ! Hann fékk svo hitalækkandi stíl og var hress og kátur eftir klukkutíma. Vonandi verður næsta bólusetning átakalaus !
Sumarbústaðarferð í Munaðarnes
Við Stefán Sölvi skelltum okkur í sumarbústað með Svanhildi og fjölskyldu og mömmu líka. Bústaðurinn var í Munaðarnesi í Borgarfirði í gullfallegu umhverfi. Dvölin var alveg frábær og við Stefán höfðum huggulegt í sér herbergi :) Stefán fékk fullt af athygli frá öllum og naut hverrar sekúndu :) Amma vaggaði honum og spjallaði, strákarnir léku við hann og Svanhildur frænka gekk um með hann :) Mér til mikillar gleði héldu þrjár uglur til við bústaðinn og mættu á hverju kvöldi og svifu um nágrennið :) Skemmtilegt fyrir fuglanördinn ! Við vorum frá sunnudegi fram á miðvikudag í bústaðnum. Við skruppum niður í Borgarnes tvisvar sinnum og fórum líka og skoðuðum fossinn Glanna. Stefán hafði aldrei áður séð hann (enn eitt fyrst) og hafði heldur aldrei gist í alvöru sumarbústað :) Þarna var heitur pottur sem ég nýtti mér eitt kvöldið, Stefán getur örugglega prófað á næsta ári en í þetta skiptið var hann inni í dekri hjá Svanhildi frænku. Góðir dagar í góðum félagsskap!
Stefán Sölvi í besta yfirlæti í sófanum að njóta aðdáunar
Óli bað um þessa uppstillingu og mynd tekna af speglinum :)
Ánægður karl í ömmustól
Huggulegheit í sófanum :)
Amma að spjalla við unga manninn
Stefán Sölvi að horfa á sjónvarpið með ömmu
Stefán reynir að setjast upp í ömmustólnum til að geta spjallað betur við Óla
Ánægður lítill karl
Við fossinn Glanna
Að rífa í sig bókina sína
Stefán Sölvi í besta yfirlæti í sófanum að njóta aðdáunar
Óli bað um þessa uppstillingu og mynd tekna af speglinum :)
Ánægður karl í ömmustól
Huggulegheit í sófanum :)
Amma að spjalla við unga manninn
Stefán Sölvi að horfa á sjónvarpið með ömmu
Stefán reynir að setjast upp í ömmustólnum til að geta spjallað betur við Óla
Ánægður lítill karl
Við fossinn Glanna
Að rífa í sig bókina sína
Friday, August 12, 2011
Wednesday, August 10, 2011
Kíkt í heimsókn til Sifjar vinkonu
Við litla fjölskyldan vorum á flandri í dag og ákváðum að kíkja í heimsókn til Sifjar vinkonu og fjölskyldu hennar. Þau voru búin að vera í burtu í næstum mánuð og við vorum spennt á sjá Ægi sem er nýorðinn sex mánaða. Gaurinn er orðinn svo stór og duglegur, leikur með dót og reyndir að setjast upp við hvert tækifæri og hoppar og skoppar í fanginu á manni :) Stefán horfði með undrun á þennan stuðbolta og fór aðeins að skæla þegar hann var lagður við hliðina á honum. Ægir er lengri en Stefán en litli hlunkur er hinsvegar kílói þyngri! Skemmtilegt að sjá hvað gerist mikið á þessum rúmu 3 mánuðum sem munar á þeim, Stefán rétt að byrja að slá í dót og grípa í það en Ægir takandi allt og farinn að skoða dótið gaumgæfilega :) Þeir eiga eftir að verða kröftugt teymi þegar þeir verða eins árs :) Hér eru nokkrar myndir af herrunum frá heimsókninni :
Stefán brosir kurteisislega meðan Ægir spriklar glaðlega
Æ nei, ekki fleiri myndir virðist Ægir vera að segja :)
Sif mátar Stefán sem virðist hinn ánægðasti með það
Ægi leist vel á hálsmenið hennar Hildu
Horfir á mig eins og ég hafi staðið hann að verki við eitthvað sem hann má ekki :)
Hér sitja gæjarnir hlið við hlið í sófanum
Stefán er ekki alveg eins sperrtur og Ægir og þurfti stuðning
Ægir er eins og besti fimleikamaður og sveigir og beygir lappirnar í sífelldu :D
Stefán brosir kurteisislega meðan Ægir spriklar glaðlega
Æ nei, ekki fleiri myndir virðist Ægir vera að segja :)
Sif mátar Stefán sem virðist hinn ánægðasti með það
Ægi leist vel á hálsmenið hennar Hildu
Horfir á mig eins og ég hafi staðið hann að verki við eitthvað sem hann má ekki :)
Hér sitja gæjarnir hlið við hlið í sófanum
Stefán er ekki alveg eins sperrtur og Ægir og þurfti stuðning
Ægir er eins og besti fimleikamaður og sveigir og beygir lappirnar í sífelldu :D
Stefán er bestur í að borða hendina :)
Tuesday, August 9, 2011
Monday, August 8, 2011
Huggulegheit í sólinni í miðbænum
Í dag skrapp ég með börnin bæði niður í miðbæ að njóta sólarinnar og góða veðursins. Við röltum við hjá Möggu systur í vinnunni en Stefán steinsvaf bara í þeirri heimsókn. Við fórum svo niður að Tjörn og er því hægt að segja að Stefán hafi nú farið þangað að skoða endurnar í fyrsta sinn :) Reyndar voru nær eingöngu mávar þar.. Við röltum svo í rólegheitum um á milli búða og settumst svo á útiborð hjá Thorvaldsen og pöntuðum okkur mat. Ég var alveg að grillast, sólin var svo heit og alveg logn úti. Austurvöllur var þakinn fólki í sólbaði og fullt á veitingastöðunum allt í kring. Hilda þoldi sólina vel enda mikill sóldýrkandi. Við þurftum að bíða lengi eftir matnum enda mikið að gera, Stefán vaknaði meðan beðið var og heimtaði að fá líka mat. Hann sætti sig ekki við neina bið og fékk strax að borða. Hann hefur því verið úti að borða á Thorvaldsen :) Það var orðið svo heitt þarna úti að ég sendi Hildu inn með drengsa meðan ég kláraði matinn. Hilda tók lit við að sitja þarna, kom strax far eftir kjólinn hennar. Móðir hennar var samt enn jafn næpuhvít... Við röltum svo eftir matinn yfir á Ingólfstorg og keyptum okkur ís. Góður dagur í sumarblíðu :)
Stefán sefur sætt við Austurvöll
Hilda nýtur sólarinnar á Thorvaldsen
Stefán sefur sætt við Austurvöll
Hilda nýtur sólarinnar á Thorvaldsen
Sunday, August 7, 2011
Heimsókn til Guðnýjar :)
Í dag skruppum við Kristín Anna í Ikea með ungana okkar (eins og svo oft áður..). Við ákváðum svo að hringja í Guðnýju vinkonu og athuga hvort við fengjum ekki að kíkja í heimsókn til þeirra mæðgna í vesturbænum. Jú það var nú lítið mál og við brunuðum þangað þegar Guðný var búin í sólbaði :) Doddi og Hrafndís Jóna léku sér saman en Stefán fékk að njóta sín í dekri hjá bæði Guðnýju og Kristínu. Ungi maðurinn lék á als oddi og var glaðvakandi og hress alla heimsóknina. Hrafndísi fannst reyndar eitthvað vafasamt að mamma væri að halda á þessum strák og vildi gjarnan fá hana til að gera eitthvað með sér. Doddi kom og sýndi honum dót og Stefán mændi heillaður á hann :) Afar huggulegur eftirmiðdagur hjá okkur öllum og við hlökkum til næstu heimsóknar :)
Guðný mátar prinsinn :)
Hrafndísi fannst það nú frekar vafasamt og reyndi að draga hana með sér í burt :)
Kristín og Stefán í góðum gír
Horfir athugull á mömmu
Doddi kom með dúkku til að sýna Stefáni
Stefáni fannst Doddi afskaplega skemmtilegur :)
Guðný mátar prinsinn :)
Hrafndísi fannst það nú frekar vafasamt og reyndi að draga hana með sér í burt :)
Kristín og Stefán í góðum gír
Horfir athugull á mömmu
Doddi kom með dúkku til að sýna Stefáni
Stefáni fannst Doddi afskaplega skemmtilegur :)
Saturday, August 6, 2011
Fyrsta Gleðigangan (Gay Pride) hans Stefáns :)
Já, Stefán Sölvi var að gera eitthvað í fyrsta sinn.. kemur á óvart ! Við skelltum okkur í dag í Gleðigönguna með Dodda og Kristínu Önnu ásamt um 100.000 öðrum ! Veðrið var dásamlegt sem spillti svo sannarlega ekki fyrir. Við Stefán vorum ekki alveg upp við gönguna þar sem tónlistin var of hávær fyrir lítil eyru. Stefán var reyndar hinn rólegasti yfir þessu öllu og einbeitti sér bara að því að borða hendurnar á sér. Þegar við vorum búin að fylgja göngunni að enda Hljómskálagarðsins heimtaði ungi maðurinn að fá að drekka og ég settist með hann á bekk í garðinum til að gefa honum. Þá kom í ljós að hann var búinn að gera rækilega í bleiuna og mamma var ekki með blautþurrkur... Þannig endaði fyrsta Gleðigangan, við brunuðum heim á leið en vorum samt ánægð með að hafa verið með :)
Hér er Stefán pollrólegur við Gleðigönguna :)
Hér er Stefán pollrólegur við Gleðigönguna :)
Wednesday, August 3, 2011
Skemmtileg heimsókn :)
Við Stefán Sölvi erum svo heppin að fá margar heimsóknir. Í dag komu Guðný og Kristín Anna í heimsókn með krakkana sína, þau Hrafndísi Jónu og Dodda :) Eldri börnin voru dugleg að leika sér saman og fengu meðal annars að prufa leikteppið hans Stefáns :) Stefáni fannst þau mjög spennandi og fylgdist grannt með ferðum þeirra. Langaði örugglega að geta slegist í hópinn :) Krakkarnir komu svo og settust hjá honum í ömmustólnum og voru góð við hann :) Þeim fannst það báðum hinsvegar frekar ógnandi þegar mömmur þeirra tóku Stefán í fangið :) Við gæddum okkur á smá bakkelsi og osti og spjölluðum meðan krakkarnir léku sér. Alltaf gaman að fá smá félagsskap :)
Doddi og Hrafndís Jóna að vera góð við Stefán
Hrafndís vildi að mamma sín væri góð við hann líka :)
Doddi með slönguna sem loðkraga
Fer honum bara vel :)
Guðný fékk að máta Stefán :)
Doddi að hnoðast á mömmu sinni
Doddi og Hrafndís Jóna að vera góð við Stefán
Hrafndís vildi að mamma sín væri góð við hann líka :)
Doddi með slönguna sem loðkraga
Fer honum bara vel :)
Guðný fékk að máta Stefán :)
Doddi að hnoðast á mömmu sinni
Subscribe to:
Posts (Atom)