Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, June 30, 2012

Heill dagur í pössun hjá Hildu systur :)

Ég vann allan daginn frá 8 um morgun til hálf ellefu um kvöldið í forsetakosningunum.  Litli karl var því í pössun hjá systur sinni allan daginn en hann hefur aldrei verið svona lengi fjarri mömmu sinni!  Hann kom í heimsókn til mömmu sinnar í Laugardalshöll þegar systir hans kom til að kjósa og var ofsa kátur og glaður.  Var ekkert svekktur þegar farið var með hann í burtu.  Hann fór svo með Hildu niður á Austurvöll þar sem þau hittu Guðlaugu, Heiðar og litla Helga Steinar.  Stefán æddi um allan völlinn og heilsaði upp á fólk og reyndi að sníkja sér mat og drykk :)  Honum leist ekkert illa á rónana enda áttu þeir spennandi dósir !  Systur hans fannst það nú ekki alveg nógu spennandi.  Hún þurfti að hlaupa á eftir honum í sífellu og einu sinni lét hann sig fallast á andlitið niður í blómabeð og sleit upp blóm í leiðinni!  Þegar hann fékkst til að sitja kyrr í einhverja stund fór hann að rífa upp gras og gaf Helga Steinari að borða :)  Þau skruppu líka á kaffihús þar sem Stefán fór á kostum, barði í glerið á kökuborðinu og æddi inn í eldhús að heilsa upp á liðið :)  Þau enduðu svo á því að skreppa á leikvöll áður en haldið var heim á leið.  Amma kom svo um kvöldmatarbil til að hjálpa til við að svæfa litla manninn enda engin brjóst á staðnum til að lúlla við.  Amma þurfti aðeins að slást við prinsinn sem varð ansi svekktur þegar hann fattaði að hún væri að fara með hann inn í rúm og enn svekktari þegar hún slökkti ljósin.  Hann gafst þó fljótt upp og sofnaði við söng ömmu sinnar.  Þegar ég kom heim svaf hann sætt í rúminu sínu.  Hann rumskaði svo rétt fyrir eitt og var ofsaglaður að finna þá mömmu og brjóstin á sínum stað :)

Friday, June 29, 2012

Sófaklifrari

Stefán Sölvi náði þeim áfanga í dag að klifra upp í sófann í fyrsta sinn :)  Afar duglegur - en þetta mun auka stressið hjá mömmu ansi mikið !

Saturday, June 23, 2012

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn - allan daginn :)

Við Stefán Sölvi áttum dásamlegan dag í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag.  Við vorum mætt kl. 10 þegar garðurinn opnaði og áttum deit við Sesselju og fjölskyldu :)  Steinar Máni, Bryndís Eva og Stefán Sölvi byrjuðu á því að skoða dýrin.  Það fyrsta sem við sáum voru kýrnar sem voru í gerðinu við innganginn. Krökkunum fannst mikið sport að fá að standa á veggnum umhverfis gerðið og horfa á þær :)  Selirnir slógu líka í gegn og Stefáni fannst svínin æðisleg.  Verst að hann ákvað að naga grindurnar á svínastíunni... mamman var ekki nógu ánægð með það !  Svo skelltum við okkur yfir í fjölskyldugarðinn.  Við byrjuðum á því að fara á hoppudýnuna og krakkarnir skemmtu sér alveg konunglega :)  Svo leyfðum við börnunum að leika í stóra sjóræningjaskipinu og leikkastalanum á smábarnaleikvellinum.  Þeim fannst ekkert lítið gaman, prófuðu rennibrautir og löbbuðu út um allt :)  Síðan fórum við að grillinu og grilluðum pylsur í hádegismatinn.  Krílin voru í röð í kerrunum sínum, öll með smekki með sama þema þar sem ég varð að fá lánaðan smekk eftir að hafa enn og aftur gleymt að taka með og Sesselja hafði líka gleymt og keypti því pakka með 3 smekkum í Hagkaup :D  Stefán borðaði rúmlega eina og hálfa pylsu takk fyrir ! Við renndum okkur svo einn hring í hringekjunni með krílin.  Ég hélt við Stefán og Bryndísi Evu á hestum sem færðust upp og niður, Sesselja studdi Steinar Mána.  Mikið stuð að prófa svona :)  Endurtökum það við tækifæri!  Við kvöddum svo fjölskylduna um hádegisbilið og allir héldu heim á leið að láta þreytta unga lúra :)  Stefán Sölvi svaf til þrjú !!!  Svanhildur systir hringdi og var þá komin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn með strákana.  Guðlaug Hrefna var þar líka með Helga Steinar.  Við Stefán ákváðum því að skella okkur bara aftur í garðinn!  Steinar og Óli voru kátir að sjá frænda og Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að sjá þá heldur :)  Meðan við biðum eftir að strákarnir kæmust að í eitt leiktækið fórum við Stefán um með Guðlaugu, Heiðari og Helga Steinari litla.  Stefán fékk að æða út um allt og prufa brunabílinn sem stendur við litlu húsin við barnaleikvöllinn.  Hann var ekkert smá ánægður með það :)  Við prófuðum líka hoppudýnuna aftur en það var frekar erfitt þar sem núna var hún full af krökkum, um morguninn höfðum við hana fyrir okkur !  Við klykktum svo út með því að fá okkur ís og Stefán Sölvi var AFAR ánægður með það.  Fórum heim um hálf sex, þreytt og sæl eftir góðan dag og mamman meira að segja orðin útitekin eftir heilan dag í sólinni!  Hér eru nokkrar myndir frá deginum, margar teknar af Sesselju vinkonu þar sem mínar voru ekki nógu góðar.  Því miður koma þær af einhverri ástæðu ekki í réttri tímaröð... en það kemur ekki að sök fyrir neitt nema OCD-ið mitt :)

 Stuð að skoða svínin, nýhættur að naga grindina hérna..
 Aðalsportið er að klifra UPP rennibrautina :)
 Að leika með Bryndísi Evu undir sjóræningjaskipinu
 Stuuuð í rennibraut !
 Prófar brunabílinn :)
 Steinar og Óli í uppblásnu kúlunum sem þeir biðu í næstum klukkutíma eftir að fara í !
 Frændurnir Helgi Steinar og Stefán Sölvi spjalla
 Æðislega gaman á hoppudýnunni :)
 Krílin þrjú að borða hádegismatinn :)

                                                        Stefán að skoða kusurnar
                                                            Fyrsta sinn í hringekju !
                                                    Það var svo gaman að skoða svínin !
                                                            Litlu sætu hjónin !

Friday, June 22, 2012

Duglegi drengurinn :)

Stefán Sölvi heldur áfram að verða færari og færari í því að labba. Núna tekur hann stundum á rás og hleypur, mömmu til nokkurrar skelfingar enda jafnvægið ekki orðið alveg fullkomið ennþá :)  Miðvikudaginn 13. júní sá ég hann í fyrsta skipti rísa upp beint af gólfinu en núna gerir hann það án nokkurra vandræða :)  Honum finnst afar spennandi að æða af stað ef hann er settur niður úti og maður þarf að hafa sig allan við til að halda í við hann :)  Elsku duglegi karl :)

Tuesday, June 19, 2012

Skemmtilegur hittingur í Grasagarðinum :)

Í dag hittum við Stefán Sölvi hana Sesselju vinkonu mína og krakkana hennar, þau Bryndísi Evu og Steinar Mána í Grasagarðinum.  Krílin þrjú voru alveg í stuði til þess að hreyfa sig úti og brunuðu strax af stað að kanna garðinn.  Steinar Máni valdi sér spennandi leið með löbbunni sinni og vildi fara stígana sem liggja á milli hæðanna í steinbeðunum við innganginn :)  Hann fékk smá hjálp frá mömmu en var annars afar duglegur að keyra þarna í þrengslunum :)  Bryndís Eva og Stefán Sölvi vöppuðu út um allt og auðvitað þurfti Stefán að taka upp steina og reyna að éta, reyna að rífa upp blóm og stela skiltum með merkingum á blómum !  Við röltum yfir brýrnar sem liggja yfir tjarnirnar og krökkunum fannst það spennandi.  Stefán var reyndar pínu hræddur við að fara alla leið einn en var fljótur að jafna sig.  Þau fóru svo að hlaupa sitt í hverja áttina og við Sesselja áttum fullt í fangi við að hemja þau :)  Eftir rúmlega 40 mínútna fjör voru þau orðin þreytt og við héldum heim á leið.  Alltaf gaman að kíkja í Grasagarðinn, verður örugglega ekki síðasta skiptið sem við kíkjum þangað :)
 Bryndís Eva og Steinar Máni að leika við steinbeðin
 Stefán að stela blómaskilti !
 Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að bruna þarna um
 Systkinin að rölta í brekku
 Bryndís Eva að pósa :)
 Steinar Máni stoppar og tekur stöðuna :)
 Strákarnir á hlaupum
Stefán brunar fram úr hinum

Sunday, June 17, 2012

17. júní

Stefán Sölvi hefur nú upplifað 17. júní í annað sinn.  Við litla fjölskyldan fórum saman niður í bæ og byrjuðum á því að kíkja í Hljómskálagarðinn.  Þar hittum við Svanhildi og fjölskyldu og Guðnýju með Hrafndísi Jónu.  Eftir gott spjall löbbuðum við að Austurvelli þar sem ég ljósmyndaði börnin fyrir framan styttuna af Jóni Sigurðssyni, eins og ég gerði í fyrra :)  Við röltum svo yfir í Kolaportið og hittum þar Júlíönu og Matta og Jónu, ömmu Hildu.  Við röltum svo af stað í áttina að Tjörninni og hittum Svanhildi og co og Guðnýju og Hrafndísi aftur, í þetta sinn með Kristínu Ósk systur Guðnýjar líka.  Skyndilega kom Raggi pabbi Hildu stökkvandi og bauð okkur upp á hressingu í Iðnó.  Stefáni fannst nú frekar leiðinlegt að sitja bara kyrr í barnastólnum og fékk að rölta af stað inn í salinn.  Þar fann hann sér gamlan karl úti í horni til að tala við :)  Við röltum svo heim á leið eftir fínan þjóðhátíðardag í ágætisveðri :)
 Helgi Steinar hress í fangi ömmu
 Sæti karlinn var að fagna 17. júní í fyrsta sinn :)
 Mæðgurnar Guðný og Hrafndís í stuði
 Óli með smá sýningu fyrir Stefán
 Þjóðhátíðarmyndataka
 Bara stuð
 Flottu börnin mín :)
Sátum úti og fengum okkur hressingu í Iðnó

Sunday, June 10, 2012

Skemmtilegur dagur með Guðnýju og Hrafndísi

Við Stefán Sölvi eyddum skemmtilegum degi með þeim mæðgum Guðnýju og Hrafndísi.  Fyrst fórum við að Bakkatjörn að gefa öndunum.  Hrafndísi fannst það ekki leiðinlegt, kastaði brauði til andanna og frekustu mávarnir fengu líka sitt :)  Stefáni fannst gaman að sjá fuglana en honum fannst frekar fúlt að hann fengi ekkert brauð :)  Síðan fórum við á leikvöllinn við leikskólann hennar Hrafndísar, Grandaborg.  Stefán og Hrafndís fóru saman á gormaleiktæki og litla fannst það mjög gaman :)  Hrafndís fór svo að róla enda hennar uppáhald en Stefáni fannst það ekki skemmtilegt nema rétt fyrst.  Honum þótti hinsvegar skemmtilegt að éta sand og tréflísar úr göngustígnum :) Þegar við vorum búin að skemmta okkur á leikvellinum fórum við í bakarí til að kaupa eitthvað með kaffinu.  Stefán slapp á bak við afgreiðsluborðið og náði sér í tvær innpakkaðar brúnkökur !  Mér tókst að bjarga þeim með naumindum og við fórum heim þar sem litli púkinn fékk að prófa smá kökubita.  Krakkarnir léku sér góð saman meðan við Guðný spjölluðum, þurfti nokkrum sinnum að spretta upp til að bjarga heimili Guðnýjar frá hryðjuverkamanninum en annars gekk þetta vel.  Við enduðum svo daginn í mat hjá ömmu svo þetta var sannarlega frábær dagur :)
 Mæðgurnar að gefa öndunum
 Stefán að heimta andabrauð :)
 Gaman að gefa þessum flottu fuglum
 Stefán fylgist spenntur með
 Leikið á gormatækinu
 Rosa gaman
 Stuð í rólunni - en bara í smá stund
 Á ferð og flugi
 Fann þennan fína bolta
 Borðar tréflís !
 Reynir að klifra upp rennibrautina !
 Sæti karl
 Að láta sandinn renna milli fingranna
 Leikið með Hrafndísi
 Félagarnir að fá sér Cheerios
Hrafndís fóðrar litla villidýrið :)

Thursday, June 7, 2012

Tvær nýjar tennur :)

Þegar Stefán var að skæla eftir aðgerðina þann 5. þá sá ég allt í einu að komin var upp ný tönn í neðri góm, vinstra megin við hlið þeirra tveggja sem fyrir eru.  Þann 7. júní sá ég svo aðra nýja tönn!  Hún er hægra megin í neðri góm :)  Þá er kappinn kominn með 8 tennur :)

Tuesday, June 5, 2012

Röra- og nefkirtlaaðgerð og minn fer formlega að labba :)

Í dag fór litli snúður í röra og nefkirtlaaðgerð.  Hann átti að fasta í 6 tíma fyrir aðgerð þannig að þegar hann rumskaði kl. 5 um nóttina og vildi fá bobbann sinn þá var honum neitað.  Elsku karlinn grét  meira og minna í 1,5 tíma!  Við vorum svo mætt kl. 10:45 á Læknastöðina Glæsibæ og grunlaus lítill Stefán Sölvi lék sér kátur á biðstofunni.  Svo kom að því að kallað var á okkur og við fórum inn á skurðstofu.  Stefán var látinn setjast á borðið og fékk svæfingargrímuna til að leika sér að meðan svæfingarlæknirinn talaði við mig.  Síðan hélt ég honum með lækninum meðan hann var svæfður.  Það var alveg hræðilega erfitt fyrir mömmuna að sjá litla greyið berjast um :(  Til allrar lukku sofnaði hann fljótt og þá varð ég að fara fram á biðstofu og bíða.  Það var kallað á mig eftir 20 mínútur og inni á vöknun lá lítill kútur vafinn í blátt teppi með súrefni við nefið.  Hann fór svo að vakna eftir 5 mínútur og byrjaði strax að gráta og berjast um.  Það lak blóð úr nefinu á honum en það hætti til allrar lukku fljótlega.  Þegar hann var búinn að opna augun og farin að róast aðeins héldum við heim á leið.  Þegar þangað var komið fékk litli maðurinn langþráðan bobba og sofnaði sæll á brjóstinu.  Hann svaf svo bara 45 mínútur en vaknaði tiltölulega hress.  Og móðurinni til mikillar undrunar fór hann að labba út um allt !  Labbaði frá sófanum fram í eldhús, hringinn í kringum borðið og var alveg ótrúlega duglegur að beygja og snúa við !  Það var eins og kveikt hefði verið á takka, allt í einu fattaði hann að þetta væri sniðugt að gera :)  Hann lagði sig svo í 2,5 tíma í eftirmiðdaginn og vaknaði eiturhress.  Helga og Magnea vinkonur mínar komu að spila um kvöldið og hann kom ítrekað og fékk að sitja hjá okkur og reyndi að ná í spilin :)  Þegar Magnea kom með ostaköku varð hann himinglaður og fékk að prófa nokkra bita. Þegar ég ætlaði síðan með hann inn að svæfa hann varð hann alveg snar og flýtti sér í fang Magneu til að fá meira :)  En það var engin undankoma og ég bar hann hágrátandi út úr stofunni en hann vildi alls ekki yfirgefa kökuna góðu :)  Hann sofnaði sæll og vær eftir viðburðarríkan dag.

Saturday, June 2, 2012

Gaman í garðinum hjá Steinku

Við skelltum okkur í heimsókn til Steinku systur ásamt mömmu. Helen systir kom svo með Örnu Rún, barnabarnið sitt og Úlfhildur barnabarn Steinku var líka í heimsókn. Magga systir stóðst ekki freistinguna með öll þessi börn á staðnum og kom brunandi líka :)  Stefáni fannst ekkert smá gaman að leika sér í garðinum og hluti af sportinu var að fara inn og út um garðdyrnar í sífellu :)  Svo var það stuð að reyta upp gras, ganga í kringum garðstólana og skríða undir sólstólana :)  Svo bisaði hann við að taka steina sem Steinka er með upp við húsið og dreifa þeim um :)  Þegar ég lagðist svo í grasið varð Stefán alveg himinglaður og kom og fór að hnoðast ofan á mér og djöflast í mér. Arna og Úlfhildur léku sér líka kátar í garðinum enda dásamlegt veður og æðislegt að vera úti.  Hér eru nokkrar myndir frá deginum:
 Auðvitað þurfti hann að troða sér undir sólstólinn :)
 Arna og Stefán skoða steinana upp við húsið
 Mjög flottir steinar sem hún Steinka á
 Maður getur líka smakkað á þeim
 Sætu dömurnar Arna og Úa
 Steinka umkrind barnastóðinu
 Litli kalkúnakarlinn :) Gobble gobble :)
 Stefán og Úa á góðri stund
 Sætastur allra
 Svo varð maður auðvitað að fá sér smá bobba til að hressa sig
 Stuð á bak við garðstólinn
 Kíkt á dót með Gumma
Spjallað við ömmu inni í stofu