Sunday, December 30, 2012
Tuesday, December 25, 2012
Monday, December 17, 2012
Helsinki 14.-17. desember
Alltaf bætir litli drengurinn í lífsreynslubókina :) Við fórum ásamt Hildu stóru systur, Svanhildi systur og Guðlaugu dóttur hennar til Helsinki þann 14. - 17. desember. Ferðin út gekk ágætlega, aðeins þurfti að slást við unga manninn í vélinni en hann náði þó að sofa helminginn af fluginu. Þegar til Helsinki kom tókum við rútu niður á lestarstöð og sporvagn þaðan heim á hótelið. Þá hefur herrann prófað sporvagn í fyrsta sinn! Við fórum svo og röltum um í miðbænum, unginn litli var í kerrunni sinni, vel dúðaður enda snjór og kuldi úti. Honum leist vel á jólaljósin og þreyttist ekki á að benda okkur á þau :) Næsta dag fórum við um og skoðuðum, skruppum í Ittala outlet í úthverfi og snuðruðum um miðbæinn :) Kvöldmatinn snæddum við heima á hóteli og ungi maðurinn æddi um allan veitingastaðinn og var ekkert á því að sitja kyrr :) Hann elskaði líka að hlaupa um allan hótelganginn :) Á veggjunum voru á 2 stöðum stór hringur, lítill eins og hálfhringur við hliðina á og svo mynd af lítilli mús. Stefán benti á hringinn og sagði bolti, kallaði músina muss og hálfhringinn namm namm ! Við vitum ekki alveg hvað hann hafði í huga þar :) Á sunnudaginn var veðrið frekar leiðinlegt. Við fórum og löbbuðum eftir Esplanaden breiðgötunni niður að höfninni og skoðuðum jólamarkað fyrir framan dómkirkjuna. Það rok og snjókoma svo við flúðum fljótlega inn í búð. Við sáum svo að litli maðurinn var ekki alveg eins og hann átti að sér. Ég fór því með hann heim á hótel. Hilda kom svo með hitamæli og þá komumst við að því að hann var kominn með yfir 39 stiga hita :( Hann var afar slappur og kúrði bara í fanginu á mér :( Daginn eftir var svo haldið heim á leið. Við borðuðum morgunverð á hótelinu og drifum okkur svo út á flugvöll. Við urðum að bíða dágóða stund eftir því að geta tékkað inn og Stefán notaði tækifærið og rölti aðeins um. Hann spjallaði við hund sem beið í annarri röð og var alveg brjálaður þegar hundurinn var lokaður inn í búri til að setja inn í vélina :) Reyndi að opna búrið aftur ! Svo fór hann og kíkti á litla stelpu sem lá grenjandi í gólfinu, reyndi að spjalla aðeins við hana :D Flugið heim gekk vel enda karlgreyið lasinn og svaf því eins og steinn meirihluta leiðarinnar. Hann var samt spenntur fyrir að kíkja út um gluggann þegar kom að lendingu og fylgdist spenntur með Íslandi birtast aftur :) Því miður get ég ekki birt myndir þar sem ég er búin með myndakvótann á þessari síðu, er að vinna í að leysa það mál ! En víðförull er drengurinn, búinn að heimsækja 3 lönd í ár :)
Friday, December 7, 2012
Fyrsta glóðaraugað
Enn er nóg sem Stefán Sölvi gerir í fyrsta sinn. Nú bætti hann einu á listann yfir upplifanir sem ég hefði gjarna vilja sleppa. Hann nældi sér í fyrsta glóðaraugað að kvöldi annars desember ! Elsku snúðurinn var að hlaupa á fullri ferð við borðið, datt í æsingnum og skall utan í borðbrúnina. Fyrst myndaðst stór fjólublá kúla við augnkrókinn en strax næsta morgun var hún hjöðnuð og liturinn búinn að dreifast yfir á augnlokið og undir augað. Litirnir eru farnir að dofna en enn má sjá ummerkin á litla karli í dag.
Friday, November 23, 2012
Litli klifurköttur
Litli ofurhressi maðurinn er orðinn stórhættulegur - klifrar upp á allt og upp úr öllu! Í dag gerði hann tvennt í fyrsta sinn. Hann dró einn eldhússtólinn að barnastólnum sínum og klifraði upp í ! Já takk, ekkert verið að bíða eftir því að mamma lufsist á staðinn og sjái um það ! Svo var klifrarinn settur í rúmið og svæfður - eða það hélt mamma. 10 mínútum eftir að ég kom fram kom herrann sjálfur fram ! Stóð aðeins eins og feiminn í stofudyrunum ! Ég sá svo hvernig hann gerir þetta, klifrar úr sínu rúmi upp í mitt og þaðan niður. Vissulega er hann duglegur þessi elska en úff hvað líf mitt er orðið meira "spennandi" núna !
Tuesday, November 20, 2012
Nýjustu tölur :)
Jæja, þá er 18 mánaða skoðunin búin og litli snúður mældur og vigtaður. Hann reyndist vera 14.460g og 88,8cm :) Hann lék á als oddi í skoðununum og heillaði bæði hjúkkuna og lækninn upp úr skónum. Lét dótið á læknastofunni kyssa sig, sagði hæ við alla á staðnum og kveikti og slökkti á hátalarnum í síma læknisins með tilheyrandi hljóði :) Hann fékk sprautu en það gekk nú bara mjög vel, ég grúfði mig yfir hann og knúsaði hann og hann rak bara upp smá ýl en svo spratt hann upp og fór að hoppa :) Þeim leist vel á piltinn og næst eigum við að koma í 2,5 ára skoðun svo það er árs hlé!
Saturday, November 17, 2012
Eins og hálfs árs !
Já tíminn flýgur !! Pínulitli karlinn minn varð eins og hálfs árs í dag! Með hverjum deginum sem líður verður hann duglegri og duglegri og smá saman bætist líka í orðaforðann :) Nýjasta nýtt er að segja ýta, ýta og vilja fá að ýta á alla ljósarofa og lyftutakka :) Annað uppáhald er orðið ljós - dlós, dlós segir hann og bendir glaður á næsta ljós. Heitt er orð sem er borið fram á skemmtilegan hátt, eiginlega bara hvísla tetttet tettet og svo er voða spennandi að reyna að snerta þetta heita með einum fingri. Hann er líka búinn að læra að maður á að blása á eitthvað heitt og gerir það óspart við kerti þó að honum hafi ekki tekist enn að slökkva :) Svo eru það skór sem eru mikið áhugamál núna. Hilda á svarta flatbotna skó með gylltum göddum og Stefáni finnst þeir ekkert smá flottir. Sagði vá, vá þegar hann tók þá úr skógrindinni í fyrsta skipti :) Hann hefur prófað þá nokkrum sinnum og finnst þeir greinilega afar smekklegir :) Hann sækir skóna sína sjálfur á hverjum morguni þegar við erum að búa okkur á stað og setur alltaf annan skóinn á borðið alveg eins og ég var vön að gera til að geyma hann meðan ég klæddi hann í hinn :) Hann segir svo dóó, dóó þegar hann sækir þá :) Við erum búin að fá okkur litla skógrind og honum þykir ekkert leiðinlegt að hreinsa úr henni og setjast svo á hana, afar stoltur af sjálfum sér. Síðustu daga fattaði hann svo allt í einu hversu sniðugt það er að nota stóla til að komast upp á borð. Nú eru stólarnir dregnir fram og hann þýtur upp á borð og nær í það sem hugurinn girnist. Í gær fór hann upp á eldhúsborð ítrekað til að sækja sér mandarínur í ávaxtakörfuna og varð ég að lokum að færa körfuna upp á eldavél þegar hann var búinn að borða 8 stk. ! Hann kom reyndar labbandi með avocado líka, bar það upp að eyranu og sagði hæ hæ :) Hann er reyndar búinn að nota ýmsa hluti sem síma, s.s. hleðslutækið fyrir tölvuna, mandarínu, stóra töng og margt fleira :) Í dag tók hann sig til og náði í fóðurstauk skjalbökunnar, náði að opna hann og bisaði svo við að troða lúku af fóðri ofan í búrið. Skjaldbakan var afar ánægð en mamman var frekar hissa að hann skyldi fatta að gera þetta :) Litli kútur hefur alltaf verið mikill kúrikarl en undanfarið erum við að fá enn fleiri faðmlög og knús. Ekki slæmt :) Segir gjarnan aaaaa og strýkur yfir andlitið og hárið á okkur Hildu. Hann er auðvitað frábærasta og skemmtilegasta barn í heimi, það þarf vart að taka það fram :) Hér eru nokkrar myndir af gullmolanum :)
Kassar eru skemmtileg leikföng
Á ég að loka mig inni ?
Hahahaha gaman gaman !
Spennandi þessi poki sem mamma er með þarna
Kominn með skóna sína :)
Mr. Megacool
Dýrkar Atla frænda :)
Að ná í skóna enn einu sinni
Dóó, dóó !
Máta ruslakörfu :)
Kúrimús
Stóru frændurnir komu í pössun og Stefáni þótti það nú ekki leiðinlegt
Stuð að borða sjálfur :)
Njomm njomm :)
Híhíhí
Eva frænka kennir lillanum á ukulele
Og svo prófaði hann að borða burstann hennar :)
Horft á stubbana hjá Hildu
Alvarlegt mál
Knúsar stóru systur :)
Gaman að fylgjast með Hildu í tölvunni :)
Kassar eru skemmtileg leikföng
Á ég að loka mig inni ?
Hahahaha gaman gaman !
Spennandi þessi poki sem mamma er með þarna
Kominn með skóna sína :)
Mr. Megacool
Dýrkar Atla frænda :)
Að ná í skóna enn einu sinni
Dóó, dóó !
Máta ruslakörfu :)
Kúrimús
Stóru frændurnir komu í pössun og Stefáni þótti það nú ekki leiðinlegt
Stuð að borða sjálfur :)
Njomm njomm :)
Híhíhí
Eva frænka kennir lillanum á ukulele
Og svo prófaði hann að borða burstann hennar :)
Horft á stubbana hjá Hildu
Alvarlegt mál
Knúsar stóru systur :)
Gaman að fylgjast með Hildu í tölvunni :)
Tuesday, October 23, 2012
Kátur kútur
Stefán er afar hress ungur maður. Ef annað hvort ég eða Hilda setjumst niður kemur hann strax brunandi, bakkar og sest í fangið á okkur. Sama gerist ef við förum niður á hækjur okkar, kemur strax og bakkar upp að okkur :) Honum þykir ekki leiðinlegt hossa sér ofan á mömmu eða systu, ef við leggjumst niður kemur hann fljótt og klifrar upp á okkur til að byrja fjörið :) Hann er alltaf að finna upp á nýjum uppátækjum, um daginn tók hann skónna hennar systur sinnar og vappaði með þá út um allt. Uppáhaldsbókin hans er ennþá Barbapabbabók sem hann tryllist af gleði ef ég dreg fram. Hann er byrjaður að fá að borða sjálfur, mamman hefur ekki verið nógu dugleg með að leyfa honum það. Eini gallinn er að þá treður hann ansi miklu upp í sig í einu :) En þetta lærist smá saman. Litli unginn er oft svo ljúfur og góður, gerir aaaaaa við okkur og kúrir sig upp að manni. Hann er afar spenntur fyrir Ipad og er búinn að fatta hvernig maður skiptir um myndbönd á youtube :) Eini gallinn er að hann heldur að fartölvan mín sé líka með snertiskjá og hamrar á henni ! Hann er farinn að muna hvar pizzasnúðarnir eru geymdir í Bónus og Krónunni og þegar við komum þar inn byrjar hann strax að segja namm namm og benda þangað :) Hann heimtar svo að fá að borða einn snúð meðan við verslum :D Hann er auðvitað afar skemmtilegur þessi elska og brjálæðislega orkumikill :) Hér eru nokkrar myndir:
Sæti búinn að bakka upp að mér og setjast :)
Mamma taktu mig
Glaður að leika hjá Steinku
Sprellað með systur sinni
Naut þess í botn
Híhí
Setur hjá systu :)
Kominn í skóna hennar Hildu
Ekkert smá ánægður
Bara á röltinu :)
Kúrudrengur :)
Sæti búinn að bakka upp að mér og setjast :)
Mamma taktu mig
Glaður að leika hjá Steinku
Sprellað með systur sinni
Naut þess í botn
Híhí
Setur hjá systu :)
Kominn í skóna hennar Hildu
Ekkert smá ánægður
Bara á röltinu :)
Kúrudrengur :)
Wednesday, October 10, 2012
Fyrsta skipti í pössun yfir nótt - og það í 4 nætur !
Litli kúturinn fór í fyrsta skipti í langa pössun núna 4. október. Ég fór til Prag 4.- 8. október og á meðan gisti Stefán Sölvi hjá Möggu frænku. Þetta gekk alveg einstaklega vel. Hann var svo góður við frænku sína, var fljótur að sofna og þótt hann rumskaði á næturnar sofnaði hann fljótt aftur. Að vísu hélt hann frænku við efnið með því að hoppa og hlaupa um í sófanum :) Hann varð samt afar glaður að sjá mömmu aftur á mánudagskvöldinu og faðmaði mig og knúsaði. Þegar ég ætlaði aðeins að leggja hann frá mér til að borða neitaði hann strax, vildi ekki sleppa mömmu ! En þetta gekk vel, bæði fyrir mömmuna og barnið, var samt æðislegt að fá elskuna sína aftur í hendur :)
Saturday, September 22, 2012
Afmælisveisla hjá Helga Steinari frænda
Við skelltum okkur í afmæli hjá Helga Steinari litla frænda í dag :) Hann verður 1 árs þann 1. október en veislan var haldin í dag heima hjá ömmu í Mávahlíðinni. Ungi maðurinn sýndi gestum hvað hann er orðinn duglegur, vantar bara herslumuninn þá fer hann að labba út um allt :) Stefáni fannst afar spennandi að aðstoða hann við að opna stóran afmælispakka og varð enn æstari þegar hann áttaði sig á því að þetta var sparkbíll :) Reyndi að setjast á hann áður en búið var að ná honum úr umbúðunum :) Hann fékk að prófa hann og var líka að ýta bílnum með Helga Steinari í :) Veitingarnar voru ekki af verri endanum og við hámuðum í okkur góðgætið. Stefáni finnst ekkert leiðinlegt í svona partíum :) Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Hér er Hr. Hjálpsamur að aðstoða litla frænda
Úa frænka mætt á staðinn :)
Sætasti afmælisdrengurinn
Angry birds kaka !
Stefán prófar bílinn hans Helga Steinars
Hjá Möggu, virðulegur á svip
Krílin borðuðu í eldhúsinu :)
Hér er Hr. Hjálpsamur að aðstoða litla frænda
Úa frænka mætt á staðinn :)
Sætasti afmælisdrengurinn
Angry birds kaka !
Stefán prófar bílinn hans Helga Steinars
Hjá Möggu, virðulegur á svip
Krílin borðuðu í eldhúsinu :)
Sunday, September 16, 2012
Nýjasta nýtt
Jæja, nóg er búið að vera að gerast hjá okkur undanfarið en lítið skrifað ! Stefán Sölvi er búinn að mæta í þó nokkrar afmælisveislur. Við fórum í afmæli hjá Örnu Ösp 18. ágúst en það afmæli var haldið utandyra í garði, Stefáni til mikillar gleði :) Hann æddi um allan garðinn og reyndi m.a. að komast inn í búrið til kanínunar sem býr þarna. Þann 19. ágúst fórum við svo upp í sumarbústað til Svanhildar og fjölskyldu og héldum þar upp á afmælið hans Óla, 8. september fórum við svo í afmæli til Hrafndísar Jónu, 11. september í afmæli til Dodda og 16. september í afmæli Eyrúnar hennar Sifjar :) Það er stanslaust fjör hjá okkur, það verður að segjast :) Stefán Sölvi hefur nú verið í svefnþjálfun í þrjár vikur. Hann sofnar ekki lengur við brjóstið heldur er lagður í rúmið sitt og sofnar þar. Þetta hefur nú ekki gengið alveg smurt fyrir sig en er smá saman að koma, núna tekur þetta venjulega 15-20 mínútur. Hann reynir ýmislegt til að halda sér vaknandi, hlær og ruggar sér fram og til baka og leikur sér á fullu með bangsana sína :) Hann blaðrar alveg stanslaust en mest er þetta nú óskiljanlegt :) Hann segir þó slatta af orðum, hér er listinn meira eða minna: mamma, amma, takk, já, nei, vá, hæ, bæ, hoppa, labbilabbi, bobba (brjóst), barbapapa, datt, datt-etta?, Hilda og namminammi :). Hann er alltaf að verða duglegari að klifra upp á hluti, ýta á takka og uppgötva heiminn. Hann er farinn að njóta þess að horfa á Skoppu og Skrítlu, Söngvaborg og Brúðubílinn. Nýjasta uppáhaldið er Barbapabbi, hann fer að brosa um leið og ég teygi mig eftir bókinni til að lesa fyrir hann :) Hann heldur áfram að vera kátur og glaður þessi elska. Hér eru nokkrar myndir frá síðustu vikum:
Gleðipinninn að chilla í stólnum sínum
Að rústa baðherberginu :)
Að láta Hildu systur lesa fyrir sig
Kann að koma sér vel fyrir
Kátur í baði :)
Krúttíbúttí
Hvaða svipur er þetta ?
Töff hár
Að reyna að sleppa upp úr baðinu
Fær innblástur úr bókinni um Láka jarðálf :)
Gleðipinninn að chilla í stólnum sínum
Að rústa baðherberginu :)
Að láta Hildu systur lesa fyrir sig
Kann að koma sér vel fyrir
Kátur í baði :)
Krúttíbúttí
Hvaða svipur er þetta ?
Töff hár
Að reyna að sleppa upp úr baðinu
Fær innblástur úr bókinni um Láka jarðálf :)
Sunday, September 2, 2012
Fjórir jaxlar komnir :)
Eftir nokkuð hlé í tanntöku tók Stefán Sölvi stökk og bætti við fjórum jöxlum ! Fyrst komu tveir í efri góm sem fundust 23. ágúst og síðan komu tveir í neðri góm 2. september. Hann er því kominn með 12 tennur :) Nú vantar bara tennurnar milli jaxlanna og framtannanna sem komnar eru :)
Saturday, August 18, 2012
Sumarbústaðarferð í Brekkuskóg 10. - 17. ágúst
Við vorum varla fyrr komin heim en við lögðum aftur af stað :) Að þessu sinni var ferðinni heitið í sumarbústað blaðamannafélagsins í Brekkuskógi. Við mættum á staðinn á laugardegi og Svanhildur og fjölskylda kom og gisti hjá okkur eina nótt. Við grilluðum lambalæri og borðuðum á okkur gat, Stefán borðaði eins og venjulega mikið af lambakjötinu :) Honum þótti heldur ekki spilla fyrir að hafa frændur sína til að leika við :) Fjölskyldan fór heim á sunnudagskvöldið en á mánudeginum komu Hilda og Helen til okkar. Drengurinn var ekkert smá kátur með það. Á mánudeginum komu líka Júlíana vinkona og Eva dóttir hennar og heimsóttu okkur. Við fórum með þeim upp í bústaðinn þeirra og þar blasti við eitthvað það mesta magn af bláberjum sem ég hef nokkurn tímann séð ! Ég týndi á hálftíma fulla tveggja lítra könnu og Stefán sat í lynginu og prufaði að týna upp í sig ber alveg án aðstoðar :) Við grilluðum svo saman um kvöldið og höfðum það huggulegt. Daginn eftir röltum aðeins um nágrennið og fórum niður að Brúará. Ungi maðurinn vildi bara bruna út í ánna og var alveg snar þegar hann var stoppaður í því ! Hann fékk að prófa rennibraut sem var þarna fyrir utan og vildi bara fara aftur og aftur ! Mamman eyðilagði næstum á sér bakið við að lyfta honum upp :) Til allrar lukku gat stóra systir lyft honum nokkrum sinnum :) Þær Helen og Hilda fóru svo heim á miðvikudeginum og við mæðgin dunduðum okkur ein. Fórum í pottinn og löbbuðum um svæðið og týndum ber. Á fimmtudeginum kom svo Magnea vinkona og gisti hjá okkur síðustu nóttina. Þetta var afar þægileg dvöl þarna þó veðrið hafi verið frekar vott meirihluta tímans. Stefán elskaði að hlaupa um pallinn og djöflast í pollunum fyrir utan :) Við komum endurnærð úr bústaðnum :)
Stuð í Hókus pókusstólnum :)
Stundaði það að velta sér í gólfinu
Það var afskaplega fyndið og gaman
Stefáni leist ekkert á Strokk, varð hræddur þegar hann gaus
Mættur að Gullfoss
Fannst niðurinn frá fossinum skrítinn
Að týna bláber við sumarbústaðinn hennar Júlíönu
Hér er maður orðinn leiður á berjamónum
Mæðgin í berjamó :)
Það var mikið sport að leika sér í sturtubotninum
Skroppið í pottinn með Helen og Hildu
Alltaf gott að fara í heita pottinn
Göngutúr um nágrennið
Var ótrúlega duglegur að labba eftir þröngum stígnum niður að ánni
Gaman úti í náttúrunni
Spennandi að sjá vatnið í ánni renna undir brúnna
Sumir vildu bara vaða út í ánna!
Gaman að sulla í vatni :)
Rennibrautin var vinsæl
Brunað niður á fullri ferð :)
Vúhú !
Skórnir voru að þvælast fyrir, tók þá af en vildi hafa þá með í fjörinu
Fjörkálfur á bleiunni úti á palli
Dansaði um allt
Litli grallari :)
Prófað að fara eftir óvenjulegum leiðum milli palla
Hér þykist maður vera mikið fórnarlamb af því maður fær ekki myndavélina
Að borða möl
Krúttilíus
Gaman með mömmu úti
Gott að fá sér pela hjá Magneu sinni :)
Stuð í Hókus pókusstólnum :)
Stundaði það að velta sér í gólfinu
Það var afskaplega fyndið og gaman
Stefáni leist ekkert á Strokk, varð hræddur þegar hann gaus
Mættur að Gullfoss
Fannst niðurinn frá fossinum skrítinn
Að týna bláber við sumarbústaðinn hennar Júlíönu
Hér er maður orðinn leiður á berjamónum
Mæðgin í berjamó :)
Það var mikið sport að leika sér í sturtubotninum
Skroppið í pottinn með Helen og Hildu
Alltaf gott að fara í heita pottinn
Göngutúr um nágrennið
Var ótrúlega duglegur að labba eftir þröngum stígnum niður að ánni
Gaman úti í náttúrunni
Spennandi að sjá vatnið í ánni renna undir brúnna
Sumir vildu bara vaða út í ánna!
Gaman að sulla í vatni :)
Rennibrautin var vinsæl
Brunað niður á fullri ferð :)
Vúhú !
Skórnir voru að þvælast fyrir, tók þá af en vildi hafa þá með í fjörinu
Fjörkálfur á bleiunni úti á palli
Dansaði um allt
Litli grallari :)
Prófað að fara eftir óvenjulegum leiðum milli palla
Hér þykist maður vera mikið fórnarlamb af því maður fær ekki myndavélina
Að borða möl
Krúttilíus
Gaman með mömmu úti
Gott að fá sér pela hjá Magneu sinni :)
Subscribe to:
Posts (Atom)