Lilypie Third Birthday tickers

Sunday, September 16, 2012

Nýjasta nýtt

Jæja, nóg er búið að vera að gerast hjá okkur undanfarið en lítið skrifað !  Stefán Sölvi er búinn að mæta í þó nokkrar afmælisveislur.  Við fórum í afmæli hjá Örnu Ösp 18. ágúst en það afmæli var haldið utandyra í garði, Stefáni til mikillar gleði :)  Hann æddi um allan garðinn og reyndi m.a. að komast inn í búrið til kanínunar sem býr þarna.  Þann 19. ágúst fórum við svo upp í sumarbústað til Svanhildar og fjölskyldu og héldum þar upp á afmælið hans Óla, 8. september fórum við svo í afmæli til Hrafndísar Jónu, 11. september í afmæli til Dodda og 16. september í afmæli Eyrúnar hennar Sifjar :) Það er stanslaust fjör hjá okkur, það verður að segjast :)  Stefán Sölvi hefur nú verið í svefnþjálfun í þrjár vikur.  Hann sofnar ekki lengur við brjóstið heldur er lagður í rúmið sitt og sofnar þar.  Þetta hefur nú ekki gengið alveg smurt fyrir sig en er smá saman að koma, núna tekur þetta venjulega 15-20 mínútur.  Hann reynir ýmislegt til að halda sér vaknandi, hlær og ruggar sér fram og til baka og leikur sér á fullu með bangsana sína :)  Hann blaðrar alveg stanslaust en mest er þetta nú óskiljanlegt :)  Hann segir þó slatta af orðum, hér er listinn meira eða minna: mamma, amma, takk, já, nei, vá, hæ, bæ, hoppa, labbilabbi, bobba (brjóst), barbapapa, datt, datt-etta?, Hilda og namminammi :).  Hann er alltaf að verða duglegari að klifra upp á hluti, ýta á takka og uppgötva heiminn.  Hann er farinn að njóta þess að horfa á Skoppu og Skrítlu, Söngvaborg og Brúðubílinn.  Nýjasta uppáhaldið er Barbapabbi, hann fer að brosa um leið og ég teygi mig eftir bókinni til að lesa fyrir hann :)  Hann heldur áfram að vera kátur og glaður þessi elska.  Hér eru nokkrar myndir frá síðustu vikum:
 Gleðipinninn að chilla í stólnum sínum
 Að rústa baðherberginu :)
 Að láta Hildu systur lesa fyrir sig
 Kann að koma sér vel fyrir
 Kátur í baði :)
 Krúttíbúttí
 Hvaða svipur er þetta ?
 Töff hár
 Að reyna að sleppa upp úr baðinu
Fær innblástur úr bókinni um Láka jarðálf :)

No comments:

Post a Comment