Við skelltum okkur í afmæli hjá Helga Steinari litla frænda í dag :) Hann verður 1 árs þann 1. október en veislan var haldin í dag heima hjá ömmu í Mávahlíðinni. Ungi maðurinn sýndi gestum hvað hann er orðinn duglegur, vantar bara herslumuninn þá fer hann að labba út um allt :) Stefáni fannst afar spennandi að aðstoða hann við að opna stóran afmælispakka og varð enn æstari þegar hann áttaði sig á því að þetta var sparkbíll :) Reyndi að setjast á hann áður en búið var að ná honum úr umbúðunum :) Hann fékk að prófa hann og var líka að ýta bílnum með Helga Steinari í :) Veitingarnar voru ekki af verri endanum og við hámuðum í okkur góðgætið. Stefáni finnst ekkert leiðinlegt í svona partíum :) Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Hér er Hr. Hjálpsamur að aðstoða litla frænda
Úa frænka mætt á staðinn :)
Sætasti afmælisdrengurinn
Angry birds kaka !
Stefán prófar bílinn hans Helga Steinars
Hjá Möggu, virðulegur á svip
Krílin borðuðu í eldhúsinu :)
No comments:
Post a Comment