Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, October 10, 2012

Fyrsta skipti í pössun yfir nótt - og það í 4 nætur !

Litli kúturinn fór í fyrsta skipti í langa pössun núna 4. október.  Ég fór til Prag 4.- 8. október og á meðan gisti Stefán Sölvi hjá Möggu frænku.  Þetta gekk alveg einstaklega vel.  Hann var svo góður við frænku sína, var fljótur að sofna og þótt hann rumskaði á næturnar sofnaði hann fljótt aftur.  Að vísu hélt hann frænku við efnið með því að hoppa og hlaupa um í sófanum :)  Hann varð samt afar glaður að sjá mömmu aftur á mánudagskvöldinu og faðmaði mig og knúsaði.  Þegar ég ætlaði aðeins að leggja hann frá mér til að borða neitaði hann strax, vildi ekki sleppa mömmu !  En þetta gekk vel, bæði fyrir mömmuna og barnið, var samt æðislegt að fá elskuna sína aftur í hendur :)

No comments:

Post a Comment