Við vorum varla fyrr komin heim en við lögðum aftur af stað :) Að þessu sinni var ferðinni heitið í sumarbústað blaðamannafélagsins í Brekkuskógi. Við mættum á staðinn á laugardegi og Svanhildur og fjölskylda kom og gisti hjá okkur eina nótt. Við grilluðum lambalæri og borðuðum á okkur gat, Stefán borðaði eins og venjulega mikið af lambakjötinu :) Honum þótti heldur ekki spilla fyrir að hafa frændur sína til að leika við :) Fjölskyldan fór heim á sunnudagskvöldið en á mánudeginum komu Hilda og Helen til okkar. Drengurinn var ekkert smá kátur með það. Á mánudeginum komu líka Júlíana vinkona og Eva dóttir hennar og heimsóttu okkur. Við fórum með þeim upp í bústaðinn þeirra og þar blasti við eitthvað það mesta magn af bláberjum sem ég hef nokkurn tímann séð ! Ég týndi á hálftíma fulla tveggja lítra könnu og Stefán sat í lynginu og prufaði að týna upp í sig ber alveg án aðstoðar :) Við grilluðum svo saman um kvöldið og höfðum það huggulegt. Daginn eftir röltum aðeins um nágrennið og fórum niður að Brúará. Ungi maðurinn vildi bara bruna út í ánna og var alveg snar þegar hann var stoppaður í því ! Hann fékk að prófa rennibraut sem var þarna fyrir utan og vildi bara fara aftur og aftur ! Mamman eyðilagði næstum á sér bakið við að lyfta honum upp :) Til allrar lukku gat stóra systir lyft honum nokkrum sinnum :) Þær Helen og Hilda fóru svo heim á miðvikudeginum og við mæðgin dunduðum okkur ein. Fórum í pottinn og löbbuðum um svæðið og týndum ber. Á fimmtudeginum kom svo Magnea vinkona og gisti hjá okkur síðustu nóttina. Þetta var afar þægileg dvöl þarna þó veðrið hafi verið frekar vott meirihluta tímans. Stefán elskaði að hlaupa um pallinn og djöflast í pollunum fyrir utan :) Við komum endurnærð úr bústaðnum :)
Stuð í Hókus pókusstólnum :)
Stundaði það að velta sér í gólfinu
Það var afskaplega fyndið og gaman
Stefáni leist ekkert á Strokk, varð hræddur þegar hann gaus
Mættur að Gullfoss
Fannst niðurinn frá fossinum skrítinn
Að týna bláber við sumarbústaðinn hennar Júlíönu
Hér er maður orðinn leiður á berjamónum
Mæðgin í berjamó :)
Það var mikið sport að leika sér í sturtubotninum
Skroppið í pottinn með Helen og Hildu
Alltaf gott að fara í heita pottinn
Göngutúr um nágrennið
Var ótrúlega duglegur að labba eftir þröngum stígnum niður að ánni
Gaman úti í náttúrunni
Spennandi að sjá vatnið í ánni renna undir brúnna
Sumir vildu bara vaða út í ánna!
Gaman að sulla í vatni :)
Rennibrautin var vinsæl
Brunað niður á fullri ferð :)
Vúhú !
Skórnir voru að þvælast fyrir, tók þá af en vildi hafa þá með í fjörinu
Fjörkálfur á bleiunni úti á palli
Dansaði um allt
Litli grallari :)
Prófað að fara eftir óvenjulegum leiðum milli palla
Hér þykist maður vera mikið fórnarlamb af því maður fær ekki myndavélina
Að borða möl
Krúttilíus
Gaman með mömmu úti
Gott að fá sér pela hjá Magneu sinni :)
No comments:
Post a Comment