Stefán Sölvi er orðinn reyndur ferðamaður og ferðaðist nú með mér og systur sinni til Danmerkur 1.-8. ágúst. Við dvöldum í góðu yfirlæti hjá Hildi vinkonu og fjölskyldu hennar. Við byrjuðum á því að fara niður í miðborg Kaupmannahafnar á fimmtudeginum 2. ágúst og skoða okkur um þar. Hilda kannaðist heilmikið við sig enda fórum við á staði sem hún var svo oft á þegar við bjuggum í borginni. Við keyptum okkur MacDonalds og borðuðum matinn í grasagarðinum :) Sáum þar rauðan íkorna, skjaldbökur og gráhegra, mér til gleði. Stefáni fannst ekkert leiðinlegt að fá skyndibitann og var duglegur í frönsku kartöflunum ! Á föstudeginum skelltum við okkur í Tívolí ! Hilda naut þess að fara í öll stóru tækin meðan við Hildur vorum með krílin okkar á sérstökum smábarnaleikvelli í einu horninu. Stefán brunaði þar um allt himinglaður, rendi sér niður rennibraut, klifraði yfir brú og reyndi að stinga af niður af leiksvæðinu í hvert skipti sem ég leit undan :) Stefán var hinsvegar pínu hræddur við lætin frá tívolítækjunum og var svolítið lítill í sér þegar honum fannst þetta of nálægt. Eftir tívolíheimsóknina fórum við og skoðuðum húsið þar sem við Hilda bjuggum í Avedöre. Það hafði merkilega lítið breyst, bara fleiri tré í garðinum fyrir neðan ! Hilda skoðaði líka gamla skólann sinn :) Stefán fannst skemmtilegast að kíkja í litlu tjörnina í garðinum og var fúll yfiir því að fá ekki að sleppa í hana! Á laugardeginum skruppum við til Hilleröd. Þar smakkaði Hr. Stefán kebab í fyrsta skipti og líkaði mjög vel :) Við röltum upp að Friðriksborgarhöll og litli prins sofnaði í þeim göngutúr. Seinna um daginn var veisla í götunni þeirra Hildar og Sörens og var þar mikið um dýrðir. Farið var í leiki og borðað saman. Búið var að kaupa krítar fyrir börnin og eldri krakkarnir voru að lita á götuna. Stefáni fannst þetta mjög spennandi og náði sér í krítar - en í stað þess að lita beit hann í þær ! Hann elskaði líka að bruna af stað hlæjandi niður götuna og láta mig elta sig :) Þarna var lillinn í essinu sínu enda fullt af krökkum á staðnum :) Á sunnudaginn fórum við mæðgur í verslunarmiðstöðina Fields og herramaðurinn kom með. Þá fór hann í lest í fyrsta skipti :) Honum virtist finnast það gaman, kíkti forvitinn út um allt, horfði út um gluggann og reyndi að heilla hina farþegana upp úr skónum :) Honum fannst hinsvegar ekki gaman í Fields og það var ekki auðvelt fyrir mömmuna að reyna að versla eitthvað með snarbrjálaðan unga í kerru ! Á mánudeginum fórum við aftur niður í bæ og Hilda rölti ein um Strikið meðan við fórum og skiluðum köttum sem Hildur var með í pössun. Við Hildur og Stefán borðuðum svo á Jensens böfhus á Amager og hittum Hildu svo í bænum. Við héldum heim eftir smá búðarráp. Um kvöldið kom svo Hafdís vinkona í heimsókn og kíkti aðeins á okkur. Á þriðjudeginum fórum við í dýragarðinn. Það ringdi frekar mikið þennan dag en við skemmtum okkur samt vel. Stefáni leist vel á dýrin, var að vísu smeykur við stóra fugla sem vöppuðu um í regnskógahúsinu en var að öðru leyti hrifinn af því sem fyrir augu bar. Í barnadýragarðinum fékk hann að klappa geit og fannst það ekki slæmt :) Síðasta daginn okkar fórum við niður á Islands brygge og borðuðum þar sushi (Stefán fékk reyndar ekki að smakka) og fengum okkur svo ís og sátum og horfðum á fólk synda í sjónum. Síðan var keyrt út til Dragör þar sem við fórum á kaffihús og röltum aðeins um niðri við sjóinn. Stefán vildi auðvitað æða út um allt, eina skiptið sem hann stoppaði eitthvað var þegar hann ákvað að heilla 3 stelpur sem sátu við höfnina upp úr skónum og hringsnerist brosandi í kringum þær :) Síðan var komið að kveðjustund, við fórum út á flugvöll og héldum heim á leið. Frábær ferð á enda með fullt af ævintýrum fyrir lítinn karl. Við söknum Danmerkur, Hildar, Sörens og Sonju og verðum að koma aftur !

Leikið með perlurennibraut á flugvellinum
Einn sofnaði enda dauðþreyttur fyrsta kvöldið úti
Töffarinn í grasagarðinum
Hilda og Hildur með krílin :)
Sumum langaði inn í nammibúð á Strikinu :)
Fengum okkur hressingu í Nyhavn
Stefán ánægður með lífið
Rifið í hárið á mömmu gömlu :)
Á leikvelli í Tívolí
Litli klifurkötturinn farinn af stað
Kíkt inn í kafbát
Klöngrast yfir brú
Gaman að skoða trjábolina
Farið í göngin
Nei þú hér hinumegin ?
Pósað við Friðriksborgarhöll
Stefán að leika sér með krítarnar í götuveislunni
Leikur sér við Jónatan sem var aðeins eldri
Hjólbörurnar voru spennó
Hoppað og skoppað við börurnar :9
Ærslast með Hildu
Í dýragarðinum
Stefán var pínu hræddur við þessa fugla sem labba um allt
Kíkti samt á þá
Frekar greinilegt að þeim leist ekki hvor á annan
Hér er sjarmörinn að heilla unga dömu og hossa sér á sillunni með henni
Stefán skoðar fílana
Hér fær hann að klappa geit :)
Stuð að labba á trjáboli
Meiriháttar !
Í Dragör með Eyrarsundsbrúnna í baksýn
Á rölti úti á bryggju
No comments:
Post a Comment