Lilypie Third Birthday tickers

Wednesday, July 25, 2012

Veikur snúður

Aðfararnótt sunnudagins 22. júlí fékk Stefán Sölvi hita. Næsta dag var hann með 38,4 um morguninn, og var kominn upp í næstum 40 stiga hita um kvöldmat. Við Hilda fórum með hann á læknavaktina og þar sá læknirinn sár í hálsinum en streptokokkapróf var neikvætt.  Um morguninn var hann kominn með blöðru á tunguna og útbrot á bossann.  Mamma var jörðuð þennan dag og dagmamman tók snúðinn fyrir mig þótt slappur væri.  Þegar ég sá hann svo í erfidrykkjunni (var sóttur fyrir mig) þá sá ég strax að hann var hundslappur.  Þegar heim kom sá ég svo að hann var kominn með útbrot um allan líkamann nema höfuðið. Fyrst hélt ég að þetta væri hlaupabólan en útbrotin voru of smá og breyttust ekki í bólur.  Símtal við heilsugæsluna ákvarðaði að drengurinn væri með hand, foot and mouth disease, kölluð "gin og klaufaveiki" af fólki þó það sé dýrasjúkdómurinn :)  Karlgreyið er nú að hressast en er allur út í útbrotum ennþá.  Vonandi fara þau fljótlega.  Matarlystin er amk að koma aftur :)

No comments:

Post a Comment