Við fórum í ferð á ættarmót á Vopnafirði 5. - 9. júlí með Helen systur, mömmu, Guðlaugu Hrefnu, Heiðari og litla Helga Steinari. Þetta var yndisleg ferð og margt sem gerðist í fyrsta sinn fyrir Stefán Sölva. Ég treysti mér ekki alveg til að skrifa um ferðina strax þar sem elsku mamma og amma elskunnar minnar dó rétt eftir ættarmótið. Við áttum yndislegan tíma með henni og lillinn naut hennar í botn. Við ókum hringinn, fórum norðurleiðina austur og svo við Helen einar heim suðurleiðina með Stefán Sölva. Hann er því búinn að keyra hringinn í kringum Ísland. Við stoppuðum í Borgarnesi, í Hrútafirði, á Geitaskarði, á Akureyri og Mývatni á leiðinni austur. Á leiðinni suður stoppuðum við á Egilsstöðum, á Djúpavogi, á Höfn í Hornafirði, á Kirkjubæjarklaustri, í Vík í Mýrdali og á Selfossi. Góð ferð með æðislegar minningar eins og myndirnar sína en sár sár missir í kjölfarið.
Fjör við Geirabakarí í Borgarnesi
Á hlaupum á pallinum á Geitaskarði
Brunaði upp stigann og alveg upp á loft
Á rölti við Mývatn
Amma að teygja úr bakinu, Stefáni fannst þetta afar gaman
Klappar elsku ömmu sinni
Kapparnir Helgi Steinar og Stefán Sölvi leika sér í eldhúsinu á Sólbakka á Vopnafirði
Amma leyfði Stefáni að leika með spil
Ferlega gaman
Varð að smakka á spilunum
Amma/langamma með prinsana sína
Verðmætar myndir !
Mamma að fara á brennuna á föstudagskvöldinu 6. júlí
Stefán að bruna til ömmu
Kúrt í ömmufangi
Best í heimi að vera hjá henni
Hann skemmti sér vel að skoða allt dótið í fjörunni
Sat hjá elsku ömmu og horfði á bálið
Hún hafði mjög gaman af því hvað hann skemmti sér við þetta
Skappi heilsar upp á prinsinn
Glöð saman !
7. júlí - Kaffi í garðinum hjá Marie og Gunnari. Sumir fengu að striplast
Frábært að vera frjáls
Nakti gæinn!
Kominn í föt en ennþá á fullu
Á hestbak í fyrsta sinn!
Með Jódísi frænku sem er 2 vikum yngri
Fær sér hressingu í hitanum
Aftur á hestbaki með Solveigu frænku
Heiðar með litlu karlana í Syðri-Vík, að kvöldi 7. júlí
Karlarnir að spjalla
Skemmtu sér á trampólíni
Mikið fjör
Heiðar að sprella við Stefán
Með ömmu í ættarmótstjaldinu
Fékk að prófa hattinn hans Dodda frænda
Önnur dýrmæt mynd af þeim saman
Að skála við Víglund frænda
Mömmu fannst þetta alveg frábært
Stefáni fannst þetta líka skemmtilegt
No comments:
Post a Comment