Í dag skelltum við okkur upp í Húsafell til Möggu systur og Sigga mágs sem eru í bústað þar. Mamma, Hilda, Helen, Atli og Arna Rún komu líka. Stefán Sölvi var dauðsyfjaður enda lagt af stað á hans svefntíma en náði að halda sér vakandi þar til við komum í göngin, þá slokknaði á litla manninum :) Þegar við stoppuðum fyrir utan bústaðinn reif hann sig upp og varð kampakátur þegar hann sá þau Sigga og Möggu. Hann varð fljótt mjög hrifinn af Sigga og dró hann með sér út um allt að skoða. Honum fannst ekkert leiðinlegt að geta ætt fram og til baka eftir pallinum og hljóp á brjálaðri ferð niður skábraut sem lá frá pallinum niður í grasið. Hann var ekkert að stressa sig yfir því þótt hann ylti nokkrum sinnum niður í grasið, skreið bara aftur upp á pallinn og hélt ótrauður áfram :) Hann skrapp aðeins í göngutúr með Atla og Örnu og fékk að prófa að róla smá. Síðan skellti hann sér í pottinn með Helen, Atla og Örnu og skemmti sér konunglega. Hann fékk aðeins að hlaupa um nakinn eftir pottferðina og fannst það afar gott :) Síðan kom kvöldmaturinn en Siggi sá um að grilla tvö gómsæt lambalæri fyrir okkur :) Stefáni fannst lambakjötið afar gott og borðaði og borðaði, ég hélt á tímabili að drengurinn væri alveg botnlaus !!! Loksins var hann kominn með nóg og auk þess orðinn mjög syfjaður svo ég fór með hann inn í herbergi til að svæfa hann. Litli karlinn steinsofnaði á stuttum tíma og ég kom honum fyrir upp við vegginn í tvíbreiðu rúmi og hlóð púðum fyrir hann svo hann ylti ekki fram úr. Síðan fór ég fram til að spila Scrabble við systur mínar. Ég var ekki búin að sitja nema í kannski fimm mínútur þegar mamma kallar Svava ! og ég lít við og sé lítinn mann með starandi augu skálma inn í stofuna ! Minn var vaknaður og hafði sjálfur klifrað niður úr rúminu !!! Hann hélt sér síðan vakandi þar til við lögðum af stað heim um kl. hálf tíu. Litla hetjan reyndi að halda sér uppi en datt loks út af eftir keyrslu í smá tíma. Þegar heim kom rumskaði hann þegar við fórum inn en sofnaði strax aftur enda þreyttur eftir viðburðarríkan dag :)
Ræðir málin við Möggu frænku
Hmmmm, það þarf að pæla aðeins í þessu :)
Skoðar töskuna hennar ömmu :)
Stuð á pallinum
Alltaf á hlaupum :)
Hamrar á gluggann :)
Hihihihihihi :)
Smá garðyrkja í gangi - reyndi aftur og aftur að sleppa í moldina í kerinu
Og hér er maður að snyrta trén við bústaðinn :)
Og smakka grasið
Chillað á pallinum
Hlaupið með Örnu frænku :)
Æddi upp og niður þessa skábraut
Elskaði að bruna um pallinn
Er svo gaman hér í Húsafelli !
Með Atla og Örnu í göngutúr
Gaman að veltast um í grasinu
Rólan prufuð
Fór með Sigga að skoða göngustíginn, fullt af spennandi steinum
Gaman að raða þeim upp á pallinn
Mikil einbeiting í gangi
Hlaupandi um á sundfötunum áður en hann fór í pottinn
Bumbukarl í pottinum hjá Atla frænda
Alvarlegur með dótið sitt
ahh nýtur þess að vera í vatninu
Mikil gleði !
Sæll ungur maður
Og alvarlegur aftur !
Arna frænka í stuði :)
Slappað af við lestur tímarita
Gott að renna yfir nokkru blöð svona eftir matinn
No comments:
Post a Comment