Lilypie Third Birthday tickers

Friday, November 23, 2012

Litli klifurköttur

Litli ofurhressi maðurinn er orðinn stórhættulegur - klifrar upp á allt og upp úr öllu!  Í dag gerði hann tvennt í fyrsta sinn.  Hann dró einn eldhússtólinn að barnastólnum sínum og klifraði upp í !  Já takk, ekkert verið að bíða eftir því að mamma lufsist á staðinn og sjái um það ! Svo var klifrarinn settur í rúmið og svæfður - eða það hélt mamma. 10 mínútum eftir að ég kom fram kom herrann sjálfur fram !  Stóð aðeins eins og feiminn í stofudyrunum !  Ég sá svo hvernig hann gerir þetta, klifrar úr sínu rúmi upp í mitt og þaðan niður.  Vissulega er hann duglegur þessi elska en úff hvað líf mitt er orðið meira "spennandi" núna !

No comments:

Post a Comment