Enn er nóg sem Stefán Sölvi gerir í fyrsta sinn. Nú bætti hann einu á listann yfir upplifanir sem ég hefði gjarna vilja sleppa. Hann nældi sér í fyrsta glóðaraugað að kvöldi annars desember ! Elsku snúðurinn var að hlaupa á fullri ferð við borðið, datt í æsingnum og skall utan í borðbrúnina. Fyrst myndaðst stór fjólublá kúla við augnkrókinn en strax næsta morgun var hún hjöðnuð og liturinn búinn að dreifast yfir á augnlokið og undir augað. Litirnir eru farnir að dofna en enn má sjá ummerkin á litla karli í dag.
No comments:
Post a Comment