Lilypie Third Birthday tickers

Tuesday, November 20, 2012

Nýjustu tölur :)

Jæja, þá er 18 mánaða skoðunin búin og litli snúður mældur og vigtaður.  Hann reyndist vera 14.460g og 88,8cm :)  Hann lék á als oddi í skoðununum og heillaði bæði hjúkkuna og lækninn upp úr skónum.  Lét dótið á læknastofunni kyssa sig, sagði hæ við alla á staðnum og kveikti og slökkti á hátalarnum í síma læknisins með tilheyrandi hljóði :)  Hann fékk sprautu en það gekk nú bara mjög vel, ég grúfði mig yfir hann og knúsaði hann og hann rak bara upp smá ýl en svo spratt hann upp og fór að hoppa :)  Þeim leist vel á piltinn og næst eigum við að koma í 2,5 ára skoðun svo það er árs hlé!

No comments:

Post a Comment