Wednesday, December 28, 2011
Skriðið áfram í fyrsta sinn!
Það er allt á fullu hjá Stefáni Sölva ! Núna í kvöld tók hann sig til og skreið í fyrsta sinn áfram :) Hann mjakar sér áfram á maganum og sparkar sér áfram með fótunum :) Hann fattaði þetta bara allt í einu, ég var að horfa á hann og skyndilega fór hann áfram :) Helst er hægt að lokka hann til þess að gera þetta með því að setja símann minn á gólfið og þá reynir hann strax að fara og ná í hann :) Þessi drengur er alveg ótrúlega duglegur :)
Tuesday, December 27, 2011
Fyrsta jólaballið :)
Í dag fórum við Stefán Sölvi með Steinku systur, Gumma mági, Úlfhildi barnabarninu þeirra og Örnu Rún barnabarni Helenar systur á jólaball frímúrara niðri í Borgartúni. Stefán var í sínu fínasta pússi og fékk mörg bros þegar fólk sá þennan flotta herramann með bindi :) Arna Rún skoppaði glöð um svæðið en Úlfhildur labbaði um með aðstoð ömmu og afa. Við tókum nokkra hringi í kringum jólatréð og Stefán starði í kringum sig hugfanginn. Litlu lappirnar hömruðu í sífellu á lærunum á mér svo greinilegt var að honum fannst þetta stuð :) Hann fékk lítinn partíhatt við dyrnar eins og hin börnin, fór honum reglulega vel :D Hann fékk að prófa smá Svala og fannst það ansi gott, deildi líka smá brauði með mömmu :) Annars fékk hann bara mömmubrjóst meðan stærri krakkarnir fengu nammi :) Við fórum heim eftir tvo tíma, þá var unginn orðinn svo þreyttur eftir fjörið að hann steinsofnaði í bílnum á leiðinni heim :) Hér eru nokkrar myndir frá ballinu:
Stefán reffilegur með hattinn sinn í fanginu á Gumma
Við Stefán dönsum í kringum jólatréð
Úlfhildur að dansa við tónlistina
Arna að ganga í kringum jólatréð
Úlfhildur spjallar við frænda sinn sem reyndir að vinda sér til í stólnum til að sjá hana
Arna og Gummi á spjallinu :)
Stefán reffilegur með hattinn sinn í fanginu á Gumma
Við Stefán dönsum í kringum jólatréð
Úlfhildur að dansa við tónlistina
Arna að ganga í kringum jólatréð
Úlfhildur spjallar við frænda sinn sem reyndir að vinda sér til í stólnum til að sjá hana
Arna og Gummi á spjallinu :)
Fyrsta tönnin!
Það er bara allt að gerast í Skipholtinu :) Þegar ég var að búa litla karlinn fyrir rúmið fann ég eitthvað hart í neðri gómi. Ég sló skeið á staðinn og viti menn - það heyrðist klikk klikk klikk :) Komin lítil tönnsla hjá litla karli! Nú má mamma fara að vara sig,hann getur bráðlega bitið fast !
Monday, December 26, 2011
Fyrsta "upprisan" :)
Jæja ! Stefán Sölvi reif sig upp af værum blundi kl. 22 og ekkert dugði til að koma honum niður aftur. Við fórum því fram í stofu og ég leyfði honum að leika sér á gólfinu í von um að þreyta hann. Hann dundaði sér í rólegheitunum á leikteppinu í amk hálftíma og fór svo að rúnta um gólfið. Hann var svo duglegur að setjast upp nokkrum sinnum frá liggjandi stöðu. Ég fór svo og skipti á honum og smellti honum aftur á leikteppið. Settist svo í sófann og skömmu síðar sé ég lítinn haus birtast yfir brún sófaborðsins, glaðlegt lítið andlit brosti við mér. Síðan hækkaði litla höfuðið sig og herrann stóð bara upp við borðið og greip strax í aðventukransinn sem stendur á borðinu ! Ég stökk til til þess að styðja við litla brjálæðinginn sem var afar glaður yfir athyglinni og hossaði sér glaðlega upp og niður. Einhvern megin hef ég á tilfinningunni að þessi náungi sætti sig ekki lengi við að sitja kyrr á gólfinu..
Sunday, December 25, 2011
Fyrstu jólin :)
Jæja, þá hefur Stefán Sölvi lifað sín fyrstu jól :) Á aðfangadagsmorgun bar ég hann fram í stofu og sýndi honum tréð. Hann varð alveg þögull og starði á það, þegar við komum nær teygði hann út hendina og reyndi að snerta skrautið :) Þegar ég setti hann á gólfið leið ekki á löngu áður en hann var búinn að velta sér að trénu og farinn að toga í dúkinn :) Um eftirmiðdaginn fórum við yfir til ömmu og þar borðuðum við jólamatinn. Stefán fékk að vísu bara barnamat en fær örugglega að smakka á öllu góðgætinu á næsta ári :) Mamman ákvað að leyfa honum að smakka jólaísinn og þá tók minn maður við sér. Hann galopnaði munninn og tók ánægður við hverri skeiðinni eftir annarri :) Honum þótti þetta þvílíkt gott, gretti sig ekki einu sinni þegar hann tók fyrsta bitann þó að þetta væri kalt. Stefán var flottur í tauinu þessi fyrstu jól, í skyrtu, vesti, bindi og buxum, alger herramaður. Kvöldinu lauk hinsvegar með skelli, mamma rann og datt með drenginn í bílstólnum svo bæði skullu í götuna. Til allrar lukku slapp litli karl ómeiddur. Mamma var hinsvegar aðeins stíf og aum eftir þetta ævintýri. Stefán fékk fullt af góðum gjöfum. Fullt af fötum, dót, inniskó, glas , plastdýr og fleira :) Á jóladagsmorgun fékk hann að leika sér að nýja dótinu og skemmti sér bara vel :) Við fengum svo jóladagsmat hjá ömmu og Stefán endurtók sama leikinn, hámaði í sig jólaísinn. Var búinn að borða vel af kvöldmatinum fyrst :) Á morgun förum við svo í enn eitt jólaboðið, það mun litla félagslynda manninum líka :) Hér eru nokkrar myndir frá jólunum:
Sumir að læðast til að toga í jólatrésdúkinn
Kominn í sparifötin, flottur herra
Slappað af í sófanum með Steinari og Ragnari
Ömmuknús :)
Hjá stóru systur :)
Alltaf gaman að hoppa og skoppa í fanginu á henni :)
Ísinn var vinsæll, hér er maður að njóta þess að láta moka upp í sig
Opnar fyrsta pakkann
Leikið með dótið á jóladagsmorgun :)
Sumir að læðast til að toga í jólatrésdúkinn
Kominn í sparifötin, flottur herra
Slappað af í sófanum með Steinari og Ragnari
Ömmuknús :)
Hjá stóru systur :)
Alltaf gaman að hoppa og skoppa í fanginu á henni :)
Ísinn var vinsæll, hér er maður að njóta þess að láta moka upp í sig
Opnar fyrsta pakkann
Leikið með dótið á jóladagsmorgun :)
Wednesday, December 21, 2011
Gaman í baði :)
Stefán Sölvi elskar að fara í bað :) Eftir að hafa farið á 2 ungbarnasundsnámskeið er hann vanur vatninu og byrjar að sulla um leið og hann er kominn ofan í baðið :) Hér er myndband af skvampa litla að njóta lífsins í baði :)
Alltaf nóg að gera
Við Stefán Sölvi erum alltaf jafn önnum kafin :) Á laugardaginn fórum við í fertugsafmæli Gunnu vinkonu. Þar fékk Stefán brauð í fyrsta sinn. Ég týndi upp í hann bita af litlum brauðbollum sem Gunna hafði bakað og líkaði unga manninum það mjög vel :) Hann naut þess eins og venjulega að fá fullt af athygli :) Svo brunuðum við yfir í jólaboð hjá mömmu og þar voru fyrir tvö önnur kríli, þau Úlfhildur og Helgi Steinar. Svo gaman að vera með þrjú svona lítil í fjölskyldunni á sama tima :) Á sunnudaginn fórum við svo í jólaboð hjá Elísabetu og Frímanni, vinum mömmu. Þar heilsaði Stefán upp á heimasætuna Maríönnu, sem er 11 mánaða og horfði öfundaraugum á hana þegar hún skreið af stað - áfram, ekki aftur á bak ! Á þriðjudagskvöldið var mamma svo með kaffiboð fyrir systur sinar og frænkur. Þá fékk unginn enn og aftur stöðuga athygli og svo fínan hest og dásamlega prjónaða peysu frá Kristjönu frænku. Bara gaman :) Því miður hafði mamma ekki vit á að vera með myndavélina með sér svo myndir vantar. Lofa bót og betrun í þeim málum í framtíðinni ! Nú er bara að bíða spenntur eftir fyrstu jólum Stefáns Sölva :)
Thursday, December 15, 2011
Fyrsti flugmiðinn!
Eins og alltaf gerist eitthvað í fyrsta sinn hjá Stefáni. Ég er búin að bóka ferð fyrir okkur til Kaupmannahafnar í apríl að heimsækja Hildi og Sören vini mína :) Stefán fer því í sína fyrstu flugferð 10 mánaða, alveg eins og systir sín. Hún flaug einmitt fyrst til Kaupmannahafnar, og fór svo reyndar yfir til Svíþjóðar. Hér er mynd af hluta flugmiðans hans :D
Margt að gerast :)
Stefán Sölvi er nú búinn að jafna sig alveg eftir veikindin og er sprækur sem lækur. Hann er alltaf að prófa nýjar matartegundir. Núna síðustu viku hefur hann prófa kjúkling, lifrarpylsu, blómkál og rófur. Honum fannst rófurnar algert æði :) Honum fannst blómkálið eintómt ekki eins spennandi en borðaði það með maukuðum kjúkling án nokkurra vandræða. Hann er líka að verða duglegari að hreyfa sig, rúllar um öll gólf, bakkar og snýr sér. Hann fer út um allt með þessum aðferðum en endar ansi oft undir borði :D Hann hefur tvisvar náð að setjast upp sjálfur frá því að liggja á maganum :) Við lukum ungbarnasundnámskeiði nr. 2 síðasta laugardag og ætlum á það þriðja eftir jólin :) Svo er unginn farinn að babla ennþá meira, farinn að gera tilraunir með röddina og í fyrradag sagði hann hátt og skýrt MAMMA! Mömmuhjartað vill meina að hann hafi alveg vitað hvað hann væri að segja en efasemdafólk myndi væntanlega telja að þetta væri tilviljun ;) Hér eru myndir af fegurðarprinsinum :)
Steinka frænka og Úlfhildur barnabarnið hennar komu í heimsókn ásamt Freyju voffa
Kominn í sjálfheldu undir borði
Alvarlegur en afskaplega sætur :)
Gaman í leikhringnum :)
Steinka frænka og Úlfhildur barnabarnið hennar komu í heimsókn ásamt Freyju voffa
Kominn í sjálfheldu undir borði
Alvarlegur en afskaplega sætur :)
Gaman í leikhringnum :)
Sunday, December 11, 2011
Hrafndís Jóna í pössun :)
Hún Hrafndís Jóna var hér í pössun þann 3. desember. Stefán var lasinn og ekki í eins góðu stuði og venjulega en fannst samt spennandi að fylgjast með henni. Hún var svo góð þessi elska, lék sér eins og dúkka og þurfti ekkert að hafa fyrir henni :) Hún var dugleg að reyna að leika við Stefán, sat hjá honum og rétti honum dót en var stundum aðeins of áköf, hann mótmælti þegar dótið var sett beint í andlitið á honum :) Hún var líka svo góð að faðma hann nokkrum sinnum, stundum svo innilega að hann fór að kvarta :) Það var sönn ánægja að passa þessa sætu dömu. Hér eru myndir af þeim krílunum saman:
Lítil dama að leika við litla prinsinn
Hér er verið að faðma litla barnið :)
Rétt eftir myndatökuna mótmælti Stefán þessu innilega faðmlagi :)
Hér eru þau að spjalla saman :)
Lítil dama að leika við litla prinsinn
Hér er verið að faðma litla barnið :)
Rétt eftir myndatökuna mótmælti Stefán þessu innilega faðmlagi :)
Hér eru þau að spjalla saman :)
Monday, December 5, 2011
Fyrstu veikindin :(
Þar kom að því. Ef frá er talin hiti í kjölfar þriggja mánaða sprautunnar hefur Stefán Sölvi verið stálhraustur. Það breyttist allt á föstudagseftirmiðdaginn. Ég tók eftir því að litli kúturinn var einstaklega pirraður. Þegar farið var að þreifa á honum kom í ljós að hann var orðinn heitur. Ég mældi kútinn og þá var hann með 38.7 stiga hita. Ekki skrítið þó karlgreyið væri slappur! Hann var afar lítill í sér eftir því sem leið á kvöldið og að lokum gaf ég honum stíl. Við það hresstist hann heilmikið og hló glaðlega þar til hann sofnaði. Hann svaf órólega um nóttina og á laugardagsmorguninn var hann kominn með 39,8 stiga hita :( Hann var afar slappur allan laugardaginn, hann fékk stíla reglulega en leið greinilega ekki vel þrátt fyrir þá. Mér tókst þó að fá hann til að borða þrisvar sinnum en hann fékkst ekki til að taka brjóstið allan daginn. Það eitt sýndi nú að ástandið var óvenjulegt ! Aðfaranótt sunnudagsins var hann sjóðandi heitur og leið afar illa. Um morguninn þegar hann vaknaði var hann með 39,6 stiga hita. Ég reyndi að hringja á barnalæknavaktina og læknavaktina, allt upppantað hjá barnalæknunum og stöðug bið í símann hjá læknavaktinni. Ég gafst því upp og fór með hann á bráðavakt barna. Þar var mældur hiti, súrefnismettun og hjartsláttur. Hann var þá kominn niður í 38,5 með hjálp stíls. Svo var límdur á hann poki til að taka þvagprufu og tekin blóðprufa úr tánni. Stefáni fannst þetta ekkert skemmtilegt og skældi af og til meðan hjúkkan var að bisa við þetta. Svo kom læknir og hlustaði hann og skoðaði í eyrun. Allt leit vel út fyrir utan smá vökva í eyra, blóðprufan reyndist í fínu lagi líka. Við biðum svo eftir að fá þvagprufuna til að fá lokaniðurstöðu. En herrann var ekkert að pissa :) Við fengum lánaðan lítinn bíl og fórum í göngutúr um gangana. Stefán sat eins og herramaður í bílnum og virtist skemmta sér þó lítið væri um bros. Honum þótti líka gaman að stóra fiskabúrinu í andyrinu. Loks kom piss í pokann og hjúkkan kom fljótt til baka með niðurstöður: hreint og fínt prinsapiss :):) Læknirinn kvaddi okkur með því að þetta væri sennilega vírus sem hann losnaði við fljótlega. Við fórum með það heim og sváfum svo í næstum fjóra tíma. Hann svaf meira og minna það sem eftir var dagsins og var bara nokkuð hress um kvöldið, vaknaði aðfaranótt mánudagsins og tók smá aríu þegar hann átti að sofna aftur. Í dag mánudag var hann bara nokkuð sprækur, hitalaus um morguninn en því miður með 38,5 um kvöldið. Vonandi fer þessum veikindum að ljúka ! Hér eru myndir af kútnum í bílnum uppi á spítala :)
Á keyrslu með Hildu systur
Kíkir á mömmu
Æ það sést hvað maður er slappur og lítill á þessari mynd !
Alvarlegi ökumaðurinn !
Á keyrslu með Hildu systur
Kíkir á mömmu
Æ það sést hvað maður er slappur og lítill á þessari mynd !
Alvarlegi ökumaðurinn !
Thursday, December 1, 2011
Fyrsta sinn á Holtið :)
Stefán Sölvi er svo fínn maður að hann fór og borðaði jólahádegisverð á Hótel Holt með mér og vinnufélögum mínum hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur :) Stefán fékk góða þjónustu, þjónarnir maukuðu fyrir hann epli og báru fram í flottri skál með gullmynstri :) Fyrst fékk hann græn epli og úff hvað minn maður gretti sig mikið ! Hafði aldrei smakkað neitt svona súrt á ævi sinni :) Hann borðaði samt nokkrar skeiðar af þessu en svo báðum við þjóninn um rauð epli og það mauk rann ljúflega niður :) Ég var að borða í fyrsta skipti á Hótel Holt - Stefán snaraði þessu af sex mánaða :)
Subscribe to:
Posts (Atom)