Lilypie Third Birthday tickers

Saturday, January 19, 2013

Litli íþróttaskólinn :)

Ég skráði Stefán Sölva í litla íþróttaskólann svo hann fengi tækifæri til þess að eyða einhverju af þessari endalausu orku sem hann hefur :)  Við mættum galvösk rétt fyrir tíu um morgun upp í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut.  Þegar við mættum voru ekki margir komnir og Stefán brunaði inn í salinn og fór að leika sér með bolta og hlaupa um.  Þegar fleiri fóru að mæta með börnin sín fór hann að verða pínu smeykur og sat loks í fanginu á mér.  Síðan komu kennararnir og kölluðu á krakkana og létu þau fá litlar dýnur til að setjast á.  Stefán tók við sinni dýnu og settist en var ekki alveg rólegur.  Þegar kennararnir byrjuðu svo á að láta alla syngja "Stóra brúin fer upp og niður" brotnaði minn maður alveg niður og hágrét í fanginu á mér.  Hann neitaði svo algerlega að taka þátt í neinu s.s. að hlaupa og skríða yfir salinn og syngja meira.  Þegar komið var að því að fara yfir í hinn salinn þar sem er þrautabraut til að leika í og við áttum að leika að við værum lest fór hann allt í einu að brosa og allt var í lagi !  Hann skemmti sér konunglega í þrautabrautinni, skríkti og hló og var ekki í vandræðum með að gera þrautirnar.  Það var svo gaman að þegar komið var að því að syngja kveðjulag ætlaði ég ekki að ná honum úr uppáhaldsstaðnum í þrautabrautinni.  Hann fékkst þó til að koma og tók þátt í að gera hreyfingarnar í laginu.   Um leið og því lauk fór hann strax í þrautabrautina aftur og ég varð að taka hann og bera hann fram :)  Þrátt fyrir erfiðan fyrrihluta var samt afar gaman í íþróttaskólanum :)

No comments:

Post a Comment